Sími 441 5200

Dagbók

11. mai 2018

Sælir kæru foreldrar

Mánudagur – Við fórum í Leikvanginn til Eyþórs, þar var frjáls leikur og stuð eftir því. Við vorum að leika inni á deild og í dúkkukrók um morguninn líka. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við síðan út að leika okkur

Þriðjudagur – Við fórum í Smiðjuna til Rebecu. Við vorum að leika inni á deild og í dúkkukrókinum um morguninn lika. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við út að leika okkur

Miðvikudagur – Við fórum í vettvangsferð eftir morgunmatinn. Löbbuðum á rólóinn fyrir neðan Lómasalina, þetta var heljarinnar labb og upp frekar erfiða brekku. Þar renndum við og lékum í smá stund og löbbuðum svo aftur inn á leikskóla. Það voru margir svangir og þreyttir eftir þessa ferð. Það er ótrúlegt hvað þau eru orðin dugleg að labba, þvílíkar framfarir síðan við byrjuðum að fara í reglulegar vettvangsferðir. Börnunum ykkar finnst þetta mjög skemmtilegt og líklega hápunktur vikunnar hjá þeim. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við út að leika okkur.

Fimmtudagur – Uppstigningardagur, leikskólinn lokaður

Föstudagur – Í dag fórum við út að leika okkur fyrir hádegið, þar fundu krakkarnir sér viðfangsefni að eigin vali, það voru margir að hjóla og moka ásamt því sem kastalinn og kofarnir voru vinsælir. Eftir mat og hvíld ætlum við leika á ganginum og svo verður gaman saman með Lind og Læk. Eftir það verður kaffitími og svo förum við annað hvort á svæði að leika eða skellum okkur út aftur.

Eigið góða helgi

Kv. Allir á Lautinni

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica