Sími 441 5200

Dagbók

4. mai 2018

Sælir kæru foreldrar

Enn önnur vikan að klárast og krakkarnir ykkar virðast njóta lífsins í botn þessa dagana. Þau eru orðin mjög dugleg að leika sér úti í garðinum okkar og þvílíkar framfarir á því að klæða sig í og úr útifatnaði.. Sérstaklega úr honum, ótrúlegt hvað er mikið að gerast þessa dagana. Margir að æfa sig í því að fara á klósettið og virðist það vera smitandi þessa dagana. Það er svo gaman þegar þau biðja um það að fyrra bragði að fara og prófa að pissa. Við höfum líka svolítið verið að hlusta á sögur, Dýrin í Hálsaskógi vakti mikla lukku og gaman að sjá hvað þau sátu spennt og áhugasöm meðan við hlustuðum saman. En að vikunni okkar..

Á mánudaginn fórum við í leiksalinn til Eyþórs að hreyfa okkur. Við vorum líka að leika okkur inni á deild í kubbum, segulkubbum og að sjálfsögðu að pússla. Eftir mat, hvild og kaffi fórum við svo út að leika okkur.+

Á þriðjudaginn var 1. Mai, þannig við héldum okkur heima við í rólegheitunum.

Á miðvikudaginn fórum við út að leika í garðinum okkar. Börnunum ykkar finnst svo gaman úti að það eru margir ekki tilbúnir að koma inn þrátt fyrir 90 mínútna útiveru!! Allir að brasa eitthvað, sumir að hjóla, aðrir að róla meðan einhverjir moka og leika í kastalnum. Sumir eru að leika sér við vini sína meðan aðrir eru sjálfum sér nóg og dunda sér einir. Það er sko allt hægt að gera úti. Eftir mat og hvíld gæddum við okkur á gómsætum ávöxtum og þökkum við kærlega fyrir okkur. Eftir kaffitímann fórum við siðan út að leika okkur.

Í gær fimmtudag, fórum við út að leika okkur fyrir hádegið, það var snjór og vakti það mikla lukku hjá krökkunum, hann bráðnaði svo meðan við vorum úti og þá blotnuðu ansi margir í gegn og því voru pokar í hólfum barna ykkar (enn og aftur, mikilvægt að hafa aukafatnað í aukafataboxinu). Eftir mat, hvíld og kaffi dunduðum við okkur á svæðum inni.

Í dag föstudag skelltum við okkur út að leika fyrir hádegið. Það var svona alls konar veður á okkur að þessu sinni. Það var svo gaman saman fyrir matinn og eftir mat, hvíld og kaffi þá verður annað hvort farið út að leika eða skellt sér á svæði að dunda sér. 

Eigið góða helgi með krúttunum ykkar

kv. Allir á Laut
Þetta vefsvæði byggir á Eplica