Sími 441 5200

Dagbók

27. apríl 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikan að klárast og mai rétt handan við hornið.  Við höfum verið að brasa margt þessa vikuna, t.d. smiðja, útivera, vettvangsferðir, mála og að sjálfsögðu frjáls leikur.

Mánudagur – Þá var því miður ekki hægt að fara í leiksalinn fyrir hádegið, en við fórum út að leika í staðinn. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur aftur.

Þriðjudagur – Við fórum í smiðjuna fyrir hádegið til hennar Rebecu. Við vorum að lita og líma á blað að þessu sinni. Við vorum líka að leika á svæðum um morguninn. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur

Miðvikudagur – 2015 börnin lögðu land undir fót um morguninn, við löbbuðum á leikvöllinn í Blásölunum og fórum þaðan á Hvammsvöll að leika. Við fundum nokkra orma og nokkrir voru hugaðir og þorðu að halda á þeim. 2016 börnin voru að leika í garðinum okkar á meðan. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur.

Fimmtudagur – 2016 börnin fóru í vettvangsferð um morguninn, við löbbuðum að Salalauginni þar sem við kíktum á gluggana og ætluðum okkur að sjá einhverja krakka í sundi. Því miður voru engir krakkar í sundi og vildu þau ólm fara í sund. Töluðum um sundbol og sundföt og ætluðu sér bara ofaní laugina. Við leituðum eftir ormum á leiðinni heim og hoppuðum í nokkrum pollum. 2015 börnin voru aftur á móti úti að leika í garðinum okkar á meðan. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við að leika á svæðum í rólegheitunum.

Föstudagur – Við vorum inni í morgun að leika á svæðum, Það var t.d. verið að leika með eldhúsdótið og vatnslita. Eftir mat, hvíld verður leikur á ganginum og svo verður gaman saman með Lindinni og Læknum. Þar ætlum við að syngja nokkur lög saman. Svo ætlum við að fá okkur að borða og svo ætlum við að fara út í góða veðrið.

ATHUGIÐ

  • Þriðjudagurinn 1. mai - Leikskólinn lokaður
  • Miðvikudagurinn 2. mai - ávaxta/grænmetis dagur
  • Föstudagurinn 4. mai - Upptökur frá Spænska sjónvarpinu, endilega látið vita ef þið viljið ekki að barnið ykkar komi í mynd 

Eigið góða helgi

Kv. Allir á Laut

 

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica