Sími 441 5200

Dagbók

20. apríl 2018

Sælir kæru foreldrar

Gleðilegt sumar elsku Lautarbörn og fjölskyldur

Vikan hefur liðið eldsnöggt enda einn frídagur sem slítur allt í sundur hjá okkur.

Mánudagur – Við fórum í leikvang til Eyþórs þar sem allir höfðu gaman af tímanum. Einnig var í boði að leika með perlur, plúskubba, púsl og leika í eldhúsdótinu okkar og dúkkukrók. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur.

Þriðjudagur – Því miður féll smiðjan niður vegna veikinda og fórum við út að leika okkur í staðinn. Það voru allir alsælir með þá ákvörðun og voru sumir ekki til í að koma inn að borða. Það voru því þreyttir krakkar sem lögðust niður á dýnuna sína að kúra. Eftir mat, hvíld og kaffi fóru einhverjir í leikvanginn og aðrir léku inni á deild og í dúkkukrók.

Miðvikudagur – Við fórum í vettvangsferð að Salaskóla. Krakkarnir voru ánægð með að sjá systkini sín en nokkrir áttu erfitt með að kveðja þau aftur. Við sáum orma á leiðinni og voru krakkarnir ykkar mjög áhugasöm um þá. Eftir góðan göngutúr lékum við okkur í garðinum í smá stund og fórum svo inn að borða. Eftir mat og hvíld fórum við í leikvanginn þar sem það er verið að laga á ganginum okkar. En eftir kaffitímann fórum við að leika okkur inni á Lautinni.

Föstudagur – Við fórum út að leika okkur í morgun og nutum þess að leika okkur lengi í garðinum okkar. Ekkert smá spennandi að fá að vera bara í flísbuxum, úlpu og strigaskóm að leika. Eftir mat, hvíld og leik á ganginum þá verður gaman saman með Lind og Læk. Eftir smá söng og sprell, þá ætlum við að fá okkur brauð og mjólk í kaffitímanum og fara svo að leika. Annað hvort inni eða úti, það kemur allt í ljós á eftir.

Eigið dásamlega helgi með snillingunum ykkar

Kv. Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica