Sími 441 5200

Dagbók

13. mars 2018

Sælir kæru foreldrar


Þá er skemmtilegri LITAVIKU að ljúka og höfum við mikið talað um litina og unnið með litina í þessari viku. Við á LAUTINNI unnum með litina þannig að á mánudaginn þá stimpluðu sum börnin gular hendur á blað, þá þriðjudaginn tóku önnur börn sig til og settu rauðar hendur á blað. Á miðvikudaginn voru grænar hendur stimplaðar á blað og á fimmtudaginn fengu loksins síðustu fjögur börnin að setja bláar hendur á blað. 

Við höfum líka verið að æfa okkur í fínhreyfivinnu og því að klára þau verkefni sem við erum byrjuð á, þetta hefur gengið misvel eftir dögum og verkefnum.

GULUR DAGUR... Mánudagur, þá fórum við í leikvang til Eyþórs að hreyfa okkur. Það var líka verið að leika á svæðum inni á deild.  Eftir hvíld, leik og kaffi þá fórum við út að leika okkur.

  • Í samverustundinni þá fundum við nokkra gula hluti sem við límdum á blað og hengdum upp á vegg inn á deild.
RAUÐUR DAGUR... Þriðjudagur, þá fórum við í smiðjuna til Rebecu, þar var verið að klippa og vatnslita. Við vorum líka að leika á svæðum inni á deild í hinum ýmsu verkefnum. Eftir mat hvíld og kaffi fórum við síðan út að leika okkur.

  • Í samverustundinni fundum við nokkra rauða hluti sem við límdum á blað og hengdum upp á vegg inn á deild
GRÆNN DAGUR.. Miðvikudagur, við vorum inni að leika fyrir hádegið. Það var t.d. verið að pússla, plúskubba, þræða, leika með kubbana og verkfærin. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við síðan út að leika okkur

  • Í samverustundinni fundum við nokkra græna hluti sem við límdum á blað og hengdum upp á vegg inn á deild.

BlÁR DAGUR... Fimmtudagur, við fórum út að hoppa og skoppa í pollunum um morguninn. Það voru margir skítugir og var ákveðið að smúla liðið áður en við fórum inn. Það fannst krökkunum mjög skemmtilegt og voru margir sem vildu auka spraut á sig. Eftir mat og hvíld fóru sumir í leikvanginn að hreyfa sig ennþá meira. Eftir kaffitímann var aftur á móti leikið inni á svæðum.

  • Í samverustundinni fundum við nokkra bláa hluti sem við límdum á blað og hengdum upp á vegg inn á deild.

REGNBOGADAGUR – REGNBOGABALL... Föstudagur, við reimuðum á okkur dansskóna og skelltum okkur á ball í matsalnum okkar. Það er alltaf gaman að hittast þar hafa gaman. Eftir ballið var svo opið flæði og voru krakkarnir alveg að njóta þess að hitta systkini sín og vini af öðrum deildum og leika saman. Eftir mat, hvíld og leik á ganginum hittust Laut, Lækur og Lind í gaman saman á ganginum. Eftir kaffitímann fórum við síðan út að leika okkur.

Eigið góða helgi

Kv. Allir á Laut

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica