Sími 441 5200

Dagbók

6. mars 2018

Sælir kæru foreldrar

Þessi vika hefur flogið áfram, enda bara 4 dagar. Það komu allir frekar ánægðir eftir páskafrí og töluðu mikið um það sem þau voru að brasa í páskafríinu… auðvitað var páskaeggið ofarlega á blaði.

Á þriðjudaginn fóru krakkarnir til Rebecu í smiðuna, þar var verið að þjálfa fínhreyfingar með því að pikka eftir línu. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við síðan út að leika.

Á miðvikudaginn fórum við í vettvangsferð. Við löbbuðum undirgöngin hjá Nettó og meðfram kirkjugarðinum og fórum svo undirgöngin hjá Salaskóla og löbbuðum meðfram honum og þaðan heim. Einhverjir sáu systkini sín og vakti það mikla lukku. Það voru margir þreyttir eftir þessa ferð, enda löbbuðum við ansi langt. Aftur á móti áttu sumir erfitt með að hlusta og hlýða í ferðinni og ætlum við að æfa okkur í því áfram. Eftir mat, hvíld og kaffi fengum við okkur gómsæta ávexti og fórum svo út að leika okkur. Takk fyrir okkur.  

Í gær fimmtudag fórum við út að leika okkur. Það var frábært veður og einhverjir voru ekki tilbúnir til að koma inn að borða. Eftir mat, hvíld, frjálsan leik og kaffi fórum við enn og aftur út að leika okkur.

Í dag föstudag fórum við út að leika fyrir matinn, það eru allir úti að leika núna í blíðunni úti. Við ætlum svo í gaman saman með Lindinni og Læknum og syngja þar saman nokkur lög. Eftir mat, hvíld, frjálsan leik og kaffi er planið að fara út að leika okkur.  Það er líka blár dagur í tilefni af Bláum Apríl. Dagurinn er til stuðnings fólki með einhverfu og gaman að sjá hvað allir eru bláir í dag.

Athugið - Næsta vika...

Í næstu viku er svo litavika hjá okkur. Hún lýsir sér þannig að..

  • á mánudaginn verður gulur dagur. Þá mega börnin koma í einhverju gul
  • á þriðjudaginn verður rauður dagur. Þá mega börnin koma í einhverju rauðu
  • á miðvikudaginn verður grænn dagur. Þá mega börnin koma í einhverju grænu
  • á fimmtudaginn verður blár dagur. Þá mega börnin koma í einhverju bláu
  • á föstudaginn verður regnbogadagur / regnbogaball. Þá væri gaman ef börnin myndu mæta í hinum og þessum litunum.

Hugmyndin er ekki að þið rjúkið til og kaupið það sem þeim vantar, það er alveg nóg að þau séu í sokkum í viðeigandi lit eða með naglalakk eða hárteygjur eða það sem ykkur dettur í hug :)

Eigið góða helgi

Kv. Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica