Sími 441 5200

Dagbók

28. mars 2018

Sælir kæru foreldrar

Stutt vika að klárast og hefur einhver pest verið að herja á Lautarkrúttin og óskum við öllum góðs bata.

Á mánudaginn fórum við í leikvanginn fyrir hádegið, þar var hoppað og skoppa eins og alltaf og allir komu sveittir til baka. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við á svæði að leika okkur.

Á þriðjudaginn var opið flæði í leikskólanum, það þýðir „allar hurðir opnar“ og fá börnin að flakka milli deilda og finna sér áhugaverð verkefni. Þetta er alltaf jafn spennandi og skemmtilegt. Lautarbörnin voru fljót að finna systkini sín og leika með þeim og vinirnir af Laut flutu með þeim. Eftir mat, hvíld og kaffi fóru allir út að leika sér, við vorum að vísu í Austur garðinum (litla garðinum) því það er enn verið að laga lóðina okkar.

Í dag miðvikudag fórum við út í garð að leita að gullsteinum. Eftir það skelltum við okkur í vettvangsferð. Við löbbuðum í Salaskóla þar sem við lékum okkur og höfðum gaman þar. Það voru því þreyttir krakkar sem fengu sér fiskibollur í hádegismat, það voru einhverjir sem vildu sleppa matnum og fara beint að leggja sig. Á eftir ætlum við að leika okkur saman og annað hvort verður dagurinn kláraður úti eða inni, það kemur allt í ljós á eftir.

Eigið gleðilega páska

Kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica