Sími 441 5200

Dagbók

23. mars 2018

sælir kæru foreldrar

Vikan hefur flogið áfram enda nóg um að vera hjá okkur. Við höfum notið þess að leika okkur úti og inni og fara í smiðju og leikvang.

Á mánudaginn fórum við í Leikvanginn fyrir hádegið. Við vorum líka að leika inni á deild í hinum ýmsu verkefnum, t.d. eldhúsdóti og pússlið vinsæla. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn fórum við í smiðjuna. Þar var verið að líma á páskaegg, börnunum ykkar fannst þetta spennandi viðfangsefni og voru allir spenntir fyrir verkefninu. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við út að leika.

Á miðvikudaginn skelltum við okkur út fyrir lóðina í smá vettvangsferð. Við löbbuðum uppá Hvammsvöll en á leiðinni þangað þá fóru þau upp og niður alla hólana fyrir ofan Ársalina, með því að fara þar upp og niður æfðu þau kjark og þor sem og jafnvægi, þar sem það getur reynst erfitt að labba niður brekkur. Á Hvammsvellinum léku krakkarnir léku sér í góðann tíma, rennibrautin var heldur betur vinsæl og hlupu þau upp og rendu sér niður heilan helling. Það voru nokkrir orðnir þreyttir á leiðinni til baka og fóru þau töluvert hægar yfir. Eftir matinn og hvíldina var leikið á ganginum og eftir kaffi var farið á svæði að leika.

Í gær fimmtudag fórum við út að leika okkur fyrir hádegið, það var heldur betur stuð og stemming, allir vel blautir þegar við komum inn. Þá fengum við okkur fisk og svo að sofa. Eftir hvíldina þá lékum við á ganginum og fengum okkur svo brauð í kaffinu. Eftir kaffi vorum við að leika á svæðum.

Í dag föstudag fórum við út að leika okkur fyrir hádegið, eftir mat og hvíld þá ætlum við að leika á ganginum fram að kaffi. Eftir kaffi verðum við líklegast inni því við eigum von á því að það komi vinnumenn á lóðina okkar eftir 16.00 í dag.

Eigið góða helgi

Kv. Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica