Sími 441 5200

Dagbók

16. mars 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikan hefur flogið áfram enda nóg um að vera, okkur finnst vera farið að vora og höfum við nýtt hvert tækifæri til að vera úti að leika okkur.

Á mánudaginn fórum við í leiksalinn til Eyþórs, þar var hoppað og skoppað og haft gaman. Við vorum að leika inni á deild þess á milli sem við vorum í Leikvangi. Eftir mat og kaffi fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn var skipulagsdagur og leikskólinn lokaður

Á miðvikudaginn vorum við inni fyrir hádegi að leika á svæðum, það var t.d. verið að leika í holukubbum, eldhúsdóti og að pússla. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur í garðinum okkar.

Í gær fimmtudag fórum við út að leika okkur fyrir matinn. Vá hvað það var gaman, börnin ykkar nutu þess fram í fingurgóma að vera úti og voru sumir ekki til í að koma inn, þrátt fyrir að hafa verið úti í 1.5 klst. Eftir mat, hvíld fóru einhverjir í leikvang og eftir kaffið fóru aðrir í leikvanginn. Það var líka verið að leika inni á deild.

Í dag föstudag fórum við út að leika okkur fyrir hádegið, það komu ansi margir vel skítugir inn eftir mjög skemmtilega útiveru. Eftir gaman saman, mat og hvíld var leikið á ganginum og eftir kaffi verður annað hvort farið út að leika eða leikið á svæðum. Það kemur allt í ljós á eftir.

Eigið góða helgi

Kv. Allir á Laut Þetta vefsvæði byggir á Eplica