Sími 441 5200

Dagbók

9. mars 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikan er búin að fljúga áfram hjá okkur. Við höfum notið þess að vera úti að leika okkur í blíðunni sem er búin að vera. Það er búið að vera sannkallað púsluæði á Lautinni, allir orðnir ótrúlega duglegir að pússla saman og hjálpast að (viltu hjálpa mér) heyrist reglulega hjá þeim.

Á mánudaginn fórum við Salinn til Eyþórs. Þar var frjáls leikur með bolta og fleira stuð. Þegar við vorum ekki í leikvangi þá vorum við að leika á svæðum. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn fórum við í Smiðjuna til Rebecu. Þar var verið að þjálfa fínhreyfngarnar. Þegar við vorum ekki í smiðju, þá var verið að leika inni á deild. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn héldum við okkur inni fyrir hádegið, það var ansi kalt úti og lögðum við ekki í að fara út. Við vorum að leika á svæðum, t.d. í dúkkukrók, segulkubbum og að pússla. Eftir mat og hvíld og frjálsan leik á ganginum þá fengum við okkur ávexti.. nammi namm, takk fyrir okkur. Eftir kaffi fórum við aftur á móti út að leika þar sem það var búið að hlýna mikið.

Í gær fimmtudag var heldur betur stór dagur. Það voru 2 afmælisbörn hjá okkur á Laut. Þau Almar Ari og Birta Lind urðu bæði 2 ára gömul. Almar Ari bauð krökkunum uppá  rúsínur og Birta Lind bauð krökkunum upp á saltstangir. Þetta féll allt saman vel í kramið og nutu þau dagsins í botn. Innilega til hamingju með daginn ykkar, Birta Lind og Almar Ari. Við vorum líka að leika okkur á svæðum fyrir hádegi, svona milli veisluhalda. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við út að leika okkur.

Í dag föstudag þá vorum við á svæðum fyrir hádegið, t.d. eldhúsdót, segulkubba, dúkkukrók og uppáhaldið, að púsla. Það var svo gaman saman með Lind og Læk og vorum við að stjórna því. Lautarbörnin fengu að velja lögin til að syngja í samverustundinni og var það mjög vinsælt að segja af eða á þegar þau voru spurð um ákveðin lög. Núna eru flestir að hvíla sig og svo ætlum við að fá okkur að brauð í kaffinu og svo ætlum við út að leika okkur.

  • Minni á skipulagsdaginn í næstu viku, hann er þriðjudaginn 13. Mars og er leikskólinn þá lokaður. 
Eigið góða helgi
Kv. Allir á Lautinni


Þetta vefsvæði byggir á Eplica