Sími 441 5200

Dagbók

2. mars 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikan hefur flogið áfram og loksins gátum við notið þess að leika okkur úti í vorveðrinu sem hefur verið hjá okkur síðustu dagana. 

Á mánudaginn fórum við í leikvang til Eyþórs í þrautabraut. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við á svæði að leika okkur.

Á þriðjudaginn féll smiðjan niður og við vorum að leika okkur á svæðum í staðinn. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn fóru 2015 börnin í vettvangsferð. Við löbbuðum í kringum Salaskóla og hittum þar nokkur systkini og löbbuðum svo aftur á leikskólann. Áhugi var fyrir að leika á leiksvæðinu og greinilegt að þau þekkja það vel. Við ákváðum að kíkja aftur fljótlega þangað. 2016 börnin voru að leika úti í garði á meðan. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við aftur út að leika okkur.

Í gær fimmtudag fórum við út að leika okkur fyrir matinn. Vááá hvað það var gaman að leika í stóra garðinum okkar. Börnin nutu sín eins og hægt var og sumir vildu ekki einu sinni koma inn að borða. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við aftur út  að leika.

Í dag föstudag vorum við á svæðum fyrir hádegið og einnig hélt hún Íris Örk upp á afmælið sitt. Hún verður 2 ára um helgina og bauð hún krökkunum upp á saltstangir í tilefni dagsins. Innilega til hamingju með daginn þinn elsku Íris Örk okkar.  Það var svo gaman saman með Lind og Læk fyrir matinn. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur.

Eigið góða helgi

Kv. Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica