Sími 441 5200

Dagbók

23. febrúar 2018

Sælir kæru foreldrar

Við höfum haft nóg að gera í þessari viku. Lítið hefur verið um útiveru en við höfum reynt að fara út eins og hægt er. 

Á mánudaginn fórum við í þrautabraut til hans Eyþórs fyrir hádegið. Þar var hoppað og skoppað og það var greinilega mjög gaman. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við á svæði að leika okkur.

Á þriðjudaginn fórum við í smiðjuna til hennar Rebecu, þar var verið að mála og leika með teygjurnar. Þau voru mjög hrifin af verkefninu og nutu þau sín í botn. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við svo út að leika okkur.

Á miðvikudaginn vorum við inni að leika fyrir hádegið. Við nutum þess að vera inni í vonda veðrinu sem var úti og voru allir glaðir með að mála listaverk. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við í leikvang að hreyfa okkur.

Í gær fimmtudag vorum við að leika á svæðum fyrir hádegið, okkur leist ekkert á veðrið og héldum við okkur því inni. Við vorum t.d. að Holukubba, Perla, Numicona og leika með kubbana. Eftir mat og hvíld fóru þeir sem vakna í fyrra fallinu í leikvanginn með nokkrum krökkum af Læk. Það var frekar mikið fjör. Planið var að fara út að leika eftir kaffið en það gekk á með ansi miklum vindhviðum þannig við héldum okkur inni.

Í dag föstudag, vorum við á svæðum fyrir hádegið og svo var gaman saman með Lind og Læk fyrir matinn. Eftir mat, hvíld og kaffi ætlum við að skipta okkur á svæði þar sem veðurspáin er ekki góð hjá okkur.

Eigið góða helgi 

kv. Allir á Lautinni

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica