Sími 441 5200

Dagbók

16. febrúar 2018

Ein skemmtilegasta vika ársins að ljúka og hefur heldur betur verið stuð hjá okkur. Við höfum eitthvað komist út að leika okkur og höfum nýtt dúkkukrókinn mikið þessa vikuna. Við bjuggum til boðskort fyrir konudagsmorgunmatinn í vikunni og voru krakkarnir með það á hreinu að þetta væri boðskort því mömmunar mættu koma í heimsókn. 

Á mánudaginn var Bolludagur. Þá fórum við í leikvanginn fyrir hádegi í þrautabraut til Eyþórs. Við vorum líka að leika á svæðum fyrir hádegið. Eftir mat og hvíld lékum við á ganginum og í kaffitímanum voru BOLLUR með rjóma, sultu og glassúr. Eftir kaffi fórum við út að leika okkur. 

Á þriðjudaginn var Sprengidagur.Þá fórum við í skapandi starf til Rebecu. Þar var verið að örva fínhreyfingarnar með því að stinga með sérstakri nál (hún er ekki beitt og þau geta ekki meitt sig á henni) eftir línum á blaði. Þau voru alveg að njóta þess í botn að æfa sig að þessu. Það var líka verið að leika á svæðum fyrir hádegið. Eftir mat, hvíld og leik á ganginum var kaffitími og svo fóru allir út að leika.

Á miðvikudaginn var Öskudagur. Þá mættu börnin og kennararnir í náttfötunum sínum í leikskólann. Við höfðum það mjög notalegt þennan dag, enda ekki annað hægt þegar maður gleymir að klæða sig :) Það var öskudagsball og öskudagsbíó (meðan úthald leyfði). Við fengum snakk yfir myndinni og í hádegismatinn var Pizza. Eftir mjög svo notalega hvíld var kaffitími og eftir hann var leikið á svæðum.

Í gær fimmtudag fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við í leikvanginn og vorum að leika á svæðum.

Í dag föstudag var mömmum, ömmum og frænkum boðið í morgunmat í leikskólann. Það var ótrúlega gaman að fá ykkur allar í heimsókn til okkar og frábært að sjá hvað þið gáfuð ykkur góðann tíma með snillingunum ykkar. Takk kærlega fyrir komuna. Við vorum svo að leika okkur á svæðum fram að gaman saman. Þar sungum við nokkur lög saman með Lindinni og Læknum. Eftir mat, hvíld og kaffi förum við annað hvort út að leika eða á svæði að leika.

  • Það er skipulagsdagur þann 13. mars nk, þann dag verður leikskólinn lokaður.
Eigið góða helgi
kv. Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica