Sími 441 5200

Dagbók

9. febrúar 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikurnar fljúga áfram og það verður komið sumar áður en við vitum af :) Það hefur verið nóg að gera í þessari viku hjá okkur í leikskólanum, eins og flestar vikur að vísu. Við höfum verið að brasa við það að búa til bolluvendi í tilefni bolludagsins í næstu viku, en þeir fara heim í dag.

Á mánudaginn fóru öll börnin í leikvanginn til Eyþórs. Þar var þrautabraut og mikið stuð. Komu margir sveittir og þyrstir þaðan út. Fyrsti tíminn er kl. 09.00 á mánudögum og er gott að krakkanir séu komnir þá til að þau missi ekki af tímanum sínum. Eins er gott að þau séu í sokkum á mánudögum til að þau eigi auðveldara með að klæða sig úr og í sokkana, við upphaf og enda tímans. Eftir mat, hvíld og kaffi fóru allir út að leika sér.

Á þriðjudaginn féll smiðan niður þar sem það var dagur leikskólans. Við vorum við opið flæði í tilefni dagsins. Það gekk ótrúlega vel og var ekki að sjá að við leikskólann stunda yfir 100 börn nám. Börnin völdu sér svæði hingað og þangað um húsið, það var opið inn á allar deildar og mismunandi viðfangsefni í boði á hverri deild. Einnig var í boði að fara í smiðuna, leikvanginn og í matsalinn að leika. Systkinin voru fljót að finna hvert annað og léku saman að hinum ýmsu viðfangsefnum. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn var leikið á svæðum fyrir hádegið, það var t.d. í boði að fara í dúkkukrók, kubba, lita, púsla og leika með pleymó. Við sungum saman nokkur lög í samverustundinni og fengum okkur svo að borða. Eftir hvíld og kaffi þar sem ávextirnir og grænmetið sem krakkanir komu með réð ríkjum fórum við út að leika okkur.

Í gær fimmtudag vorum við á svæðum fyrir hádegið, það var t.d. verið að púsla, leika í dúkkuhúsi og kubba. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur.

Í dag föstudag lékum við á svæðum þangað til MaxiMús kom í heimsókn til okkar, það var dansað og sungið og haft gaman. Heimsóknin var í boði foreldrafélagsins og þökkum við kærlega fyrir hana. Það var svo gaman saman fyrir matinn með Lind og Læk. Við reiknum svo með að klára daginn úti.

Ein skemmtiegasta vika ársins er framundan en á ..

... mánudaginn er bolludagurinn, þá fáum við bollur og með þeim í kaffinu

... þriðjudaginn er sprengidagur og þá fáum við saltkjöt og baunasúpu í hádegismat og ætlum að borða á okkur gat

... miðvikudaginn er öskudagurinn, þá er náttfataball hjá okkur í leikskólanum og því mega börnin mæta í náttfötunum sínum í leikskólann. Við gerum okkur dagamun með náttfataballi og fleiri skemmtilegum hlutum :)

Á föstudaginn aftur á móti verður konudagskaffi í tilefni konudagsins sem verður á sunnudaginn (þann 18. feb). Þá eru mömmur, ömmur, systur og jafnvel frænkur velkomnar í hafragraut til okkar í leikskólann.

Njótið helgarinnar

Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica