Sími 441 5200

Dagbók

02. febrúar 2018

Sælir kæru foreldrar

Febrúar runninn upp og við erum svo sannarlega búin að hafa það notalegt. Við höfum sem betur fer komist aðeins út að leika okkur í þessari viku og eins höfum við bæði farið í leikvang og smiðju. Þar sem að skipulagt starf er hafið aftur þá er gott að börnin séu mætt fyrir 09.00 á morgnana, þar sem fyrstu tímarnir byrja þá.

Á mánudaginn fórum við í leikvang til Eyþórs, hann var með þrautabraut fyrir 2015 börnin, þar sem þau æfðu styrk og þor og fóru undir og yfir púðana. En fyrir 2016 börnin var verið að kasta boltum, æfa sig að príla í rimlum og skríða eins og hundur á gólfinu. Það virtust allir skemmta sér vel og komu sátt inn á deild. Við vorum að leika á svæðum þegar við vorum ekki í leikvanginum. Eftir mat, kaffi og hvíld þá fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn fóru allir í smiðjuna í skapandi starf til hennar Rebecu. Börnin eru orðin mjög hænd að henni enda er hún búin að vera mikið inni á deildinni okkar undanfarið. Þar var verið að æfa sig í að setja teygjur á nagla. Það gekk að sjálfsögðu mis vel eins og við er að búast þar sem aldursbilið er breitt hjá okkur á Lautinni. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við aftur út að leika okkur.

Á miðvikudaginn vorum við að leika á svæðum inni á deild, t.d. í pleymó, perlur, kubbar og fleira spennandi viðfangsefni. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur. 

Í gær fimmtudag vorum við á svæðum fyrir hádegið, það var t.d. í boði að leika í dúkkukrók, holukubbum, pinna og vera í eldhúsdóti inni á deild. Það fundu sér allir viðfangsefni við hæfi og nutu þess að leika. Eftir mat, hvíld og kaffi skiptum við okkur á svæði og lékum inni. Hann Friðrik Rósberg okkar varð líka 2 ára þennan dag. Hann bauð krökkunm upp á popp í tilefni dagsins. Innilega til hamingju með daginn þinn elsku Friðrik okkar.

Í dag föstudag vorum við á svæðum fyrir hádegið, það  var t.d. verið að leika í holukubbum, perla, teikna og kubba. Það var svo gaman saman með Lind og Læk eins og alla föstudaga. Eftir mat, hvíld og kaffi ætlum við á svæði að leika okkur þar sem garðurinn okkar er flugháll.

  • Þriðjudaginn 6. febrúar er dagur leikskólans. Þann dag verður opið flæði í leikskólanum, sem þýðir allar hurðir opnar
  • Miðvikudaginn 7. febrúar er ávaxta/grænmetisdagurinn okkar
  • Föstudaginn 9. febrúar kemur MaxiMus í heimsókn til okkar. Hann kemur kl 10.00. Heimsókn frá honum er í boði foreldrafélagsins og þökkum við þeim kærlega fyrir.
Eigið góða helgi

Kv. Allir á Lautinni 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica