Sími 441 5200

Dagbók

26. janúar 2018

Sælir kæru foreldrar

Heilsan á Lautarkrúttunum er sem betur fer öll að koma til og ég vona að allir verði orðnir hressir eftir helgi og mæti hress í leikskólann. Við höfum enn og aftur lítið komist út að leika okkur í þessari viku þar sem garðurinn okkar er ansi háll fyrir þessi krútt.

Á mánudaginn komumst við loksins í leikvanginn að hreyfa okkur aftur. Það var mikil gleði með það og höfðu þau svo sannarlega engu gleymt í því að príla, hoppa, dansa, fara undir og yfir og var gaman að sjá hvað þau nutu sín þarna inni. Þegar við vorum ekki í salnum, þá vorum við að leika inni á deild. Við borðuðum og hvíldum okkur og eftir kaffi fórum við aftur á leika á svæðum. Að þessu sinni vorum við að leika í dúkkukróknum frammi á gangi og í ýmsum verkefnum inni á deild.

Á þriðjudaginn vorum við að leika inni á deild í ýmis konar verkefnum, t.d. að smíða, perla og leika með kubbana. Eins fóru þeir sem höfðu áhuga á því í dúkkukrókinn að leika. Eftir mat, hvíld og leik á gangi fórum við að drekka og eftir kaffitímann fórum við aðeins út að leika okkur.

Á miðvikudaginn vorum við að leika okkur inni á deild, þar var verið að kubba, elda og baka í eldhúsdótinu okkar. Einnig notuðum við dúkkukrókinn frammi við mikinn fögnuð krakkana. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við aftur á svæði að leika okkur.

Í gær fimmtudag þá vorum við að leika bæði í dúkkukrók og inni á deild, inni á deild var t.d. verið að leika með pleymó og í eldhúskróknum okkar.  Þar voru ýmis konar kökur bakaðar sem og kakó hitað. Alltaf svo gaman að sjá leikþroskann hjá snillingunum ykkar þróast úr samhliðaleik í samleik, þar sem þau eru að skiptast á með leikföngin og leika saman. Eftir mat, hvíld og leik á gangi þá var farið á svæði að leika.

Í dag föstudag skiptum við okkur niður á svæði fyrir hádegið, við vorum í verkefnum inni á deild og frammi á gangi í dúkkukróknum. Hann er alltaf svo vinsæll þegar við erum með hann. En svæðin frammi á gangi skiptast milli deildana á yngri gangi. Það var svo gaman saman með Lind og Læk. Eftir mat, hvíld og leik á gangi verður líklegast farið á svæði og leikið þar. Nema garðurinn bjóði allt í einu upp á útiveru.

Njótið helgarinnar með snillingunum ykkar

kv. Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica