Sími 441 5200

Dagbók

19. janúar 2018

Sælir kæru foreldrar

Þetta er nú búin að vera meiri vikan hjá okkur á Lautinni. Það eru búin að vera full mikil veikindi á snillingunum ykkar. Vona svo innilega að allir verði orðnir hressir á mánudaginn.

Annars er vikan búin að vera nokkuð eðlileg... Við höfum komist aðeins út að leika okkur, Loksins!

Á mánudaginn vorum við inni að leika á svæðum fyrir hádegið, það var t.d. verið að púsla, lita og leika með ýmis konar kubba. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við aðeins út í snjóinn að leika okkur þar.

Á þriðjudaginn þá fluttum við okkur yfir á Lindina og lékum okkur þar. Það var öllum farið að leiðast þar sem fáir voru mættir á Lautina og við fengum að leika okkur með Lindarbörnunum, það gekk ótrúlega vel og virtust allir sáttir við þetta. Við vorum á svæðum þar inni fyrir hádegið og eftir mat, hvíld og kaffi héldum við áfram að leika okkur með þeim á Lindinni.

Á miðvikudaginn vorum við að leika á svæðum inni á deild. Einnig vorum við að prófa fingramálninguna okkar. Þau voru nu mörg hver ekki til i að sulla í málningunni en eftir að hafa látið sig hafa það, þá fannst þeim þetta mjög spennandi. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við aðeins út að leika okkur í snjónum.

Í gær fimmtudag, þá vorum við að leika inni á deildinni okkar. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við aðeins út í snjóinn að leika okkur.

Í dag föstudag var heldur betur spennandi dagur. Bóndadagurinn, Leikskólabörnin buðu pöbbunum sínum, öfunum sínum og meirað segja lét einn bróðir sjá sig hjá okkur í morgunmat til okkar á Lautina. Mikið rosalega var gaman að sjá alla og voru flestir duglegir að kveðja aftur, þeir sem voru aðeins leiðir.. voru mjög fljót að jafna sig. Takk kærlega fyrir komuna til okkar. Það var svo gaman saman með Lind og Læk. Eftir þorramat í hádeginu lögðum við okkur, það voru allir fljótir að sofna enda vikan búin að vera viðburðarík hjá okkur. Við ætlum svo að leika okkur inni eftir kaffi, þar sem það er helst til kalt fyrir okkur úti núna.

Eigið góða helgi

Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica