Sími 441 5200

Dagbók

12. janúar 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikan er heldur betur búin að fljúga áfram og enn einn föstudagurinn hálfnaður. Við höfum því miður ekkert komist út að leika okkur í þessari viku. Bæði búið að vera mikil hálka í garðinum okkar og veðrið ekki boðið upp á útiveru. Við vonum að þetta fari að breytast.

Í vikunni höfum við verið að leika á svæðum inni á deild og frammi á gangi, t.d. í holukubbunum frammi og inni á deild höfum við verið að leika með lego, bíla, pleymó og segulkubba. Eins höfum við verið að þjálfa rökhugsun og fínhreyfingar með því að pússla, perla og pinna. Þetta finnast þeim áhugaverð verkefni.

Á miðvikudaginn var ávaxtaveisla í kaffitímanum og er þessi dagur alltaf jafn vinsæll. Takk fyrir okkur.

Í gær fimmtudag vorum við líka að búa til boðskortin handa pöbbunum og öfunum í tilefni af bóndadeginum í næstu viku. En krakkarnir ætla að bjóða þeim í hafragraut þann 19. jan milli 8 og 9. Endilega takið tímann frá kæru feður.

Í dag var svo rafmagslaus dagur hjá okkur. Börnunum fannst mjög spennandi að leika með þessi skemmtilegu ljós.

Eigið góða helgi

kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica