Sími 441 5200

Dagbók

5. janúar 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikan milli hátíðanna gekk sinn vanagang, mörg börn í fríi og eitthvað af kennurum líka. Deildarnir á yngri gangi voru því mikið saman að leika á deildunum.

Þessi vika var heldur betur stutt og margir svolítið þreyttir á daginn og fljótir að sofna í hvíldinni

Á miðvikudaginn vorum við inni að leika á svæðum fyrir hádegið. Við borðuðum fisk og virtust allir vera glaðir með að fá gómsætan fisk að borða. Eftir hvíld og leik á ganginum var kaffitími og síðan fórum við út að leika okkur. Hann Óðinn Helgi var líka 2 ára þann daginn og bauð hann vinum sínum upp á vínber og popp í tilefni dagsins. Innilega til hamingju með daginn þinn elsku Óðinn Helgi okkar.

Í gær fimmtudag vorum við inni að leika okkur fyrir hádegið. Við vorum að kubba, pússla og perla einnig voru einhverjir að leika í eldhúsdótinu okkar. Eftir mat og hvíld lékum við í matsalnum þar sem það er verið að mála ganginn hjá okkur þessa vikuna. Eftir kaffi fórum við út að leika okkur.

Í dag föstudag fóru allir snemma út í garðinn okkar, þar var kveikt smá brenna og við sungum nokkur jólalög saman. Þetta var heldur betur skemmtileg stund og voru þau mikið að tala um eldinn og jólalögin þegar inn var komið. Eftir matinn fóru allir að hvíla sig og voru allir fljótir að sofna, eftir hvíldina vorum við að leika í matsalnum þar sem gangurinn er að þorna. Við ætlum svo á leika á svæðum eða fara út að leika okkur eftir kaffi.

  • Í næstu viku þá er ávaxta/grænmetisdagur á miðvikudaginn (10 jan). Þá mega börnin koma með ávexti eða grænmeti að heiman og bjóða vinum sínum upp á.
Eigið góða helgi

kv. Allir á Lautinni

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica