Sími 441 5200

Dagbók

22. desember 2017

Sælir kæru foreldrar

Vikan er búin að líða ansi hratt enda mikið um að vera hjá okkur. Við höfum samt reynt að njóta tímans í rólegheitum enda staðreynd að nóg er af stressi og þvælingi heima við. Vikan er búin að líða á hefðbundinn hátt. Við höfum mikið verið að pússla, lita og leika með eldhúsdótið, svo er bílabrautin og bílarnir alltaf jafn vinsælt sem og lego kubbarnir. Þetta eru svona helstu viðfangsefnin okkar. Það verður ansi ljúft þegar við förum að komast út reglulega að leika okkur aftur, allir orðnir langþreyttir á inniveru.

Eitthvað hefur verið um afleysingu inni á Lautinni þessa vikuna vegna veikinda. Vonandi fer þessu nú að linna og starfsmannaró að skapast á deildinni :)

Á mánudaginn vorum við að leika á svæðum fyrir hádegið og eftir hvíldina lékum við á ganginum með krökkunum af Læk og Lind eins og alla daga. Eftir kaffi fórum við aftur á svæði.

Á þriðjudaginn vorum við aftur á leika á svæðum, einnig voru krakkarnir að mála. Það sem þeim finnst það skemmtiegt. Það eru sko allir til í að mála og mála og mála þegar það er í boði. Eftir mat og hvíld lékum við á ganginum og eftir kaffi fóru allir á svæði að leika.

Á miðvikudaginn vorum við enn og aftur inni að leika okkur, við vorum að leika inni á deild fyrir hádegið og eftir mat og hvíld fórum við að leika á ganginum. Eftir hvild fórum við á svæði eins og vanalega.

Í gær fimmtudag vorum við að leika okkur inni og vorum á svæðum að leika okkur. Eftir mat og hvíld lékum við á ganginum og eftir kaffi þá komumst við loksins út að leika okkur :)

Í dag föstudag vorum við inni að leika á svæðum fyrir hádegið. Hann Kristófer Andri verður svo 2 ára í jólafríinu og hélt upp á það í dag með því að bjóða krökkunum upp á vínber :)  Innilega til hamingju með afmælið þitt elsku Kristófer Andri okkar. Það var svo síðasta jóla gaman saman með öllum leikskólanum í dag. Við sungum saman nokkur lög og kveiktum á aðventukertunum okkar. Eftir mat og hvíld lékum við okkur saman á ganginum og eftir kaffi þá verður væntanlega leikið inni þar sem garðurinn okkar er ansi háll núna

Við á Laut viljum óska ykkur gleðilegra jóla og vonandi eiga allir eftir að hafa það mjög notalegt saman.

Jólakveðja, Allir á Lautinni. Þetta vefsvæði byggir á Eplica