Sími 441 5200

Dagbók

15. desember 2017

Sælir kæru foreldrar

Vikan er heldur betur búin að líða hratt enda hefur nóg verið að gera hjá okkur á Lautinni. Við höfum því miður ekki komist mikið út að leika okkur, bæði vegna kulda og þess að garðurinn okkar er ansi háll þessa dagana. Vonum að það fari að lagast. 

Á mánudaginn vorum við inni að leika okkur fyrir hádegið. Einnig komu prestarnir úr Lindakirkju til okkar, þau sungu nokkur lög og sögðu okkur sögu. Eftir mat og hvíld lékum við á ganginum og fórum svo út að leika okkur eftir kaffitímann.

Á þriðjudaginn kom hún Skjóða Grýludóttir til okkar og sagði okkur sögu og jólakettina sína og einnig sungum við saman nokkur lög. Eftir mat hvíld og kaffi skelltum við okkur aftur á svæði að leika.

Á miðvikudaginn vorum við enn og aftur inni að leika, að þessu sinni vorum við að jólastússast í smiðjunni. Það eru allir svo áhugasamir fyrir smiðjunni og því sem við erum að gera þar. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur.

Í gær fimmtudag fórum við að skreyta jólatréð og vá hvað krökkunum fannst það gaman. Þau voru svo ánægð með jólastjörnununa sína og völdu sér stað fyrir hana á jólatrénu. Það virtust allir mjög spenntir fyrir jólaballinu og ræddum við það aðeins. Við vorum lika að leika á svæðum fyrir hádegið. Eftir mat, hvíld og kaffi vorum við að leika á svæðum inni á deild.

Í dag föstudag er heldur betur stór dagur hjá okkur.Litlu Jólin okkar haldin hátíðleg með jólaballi og jólamat. Allir svo fínir í betri fötunum sínum og spenntir fyrir deginum. Við sungum jólalög og dönsuðum í kringum jólatréð ásamt því sem jólasveinninn mætti á svæðið. Hann gaf krökkunum jólagjöf :) (hún er ofan á aukafatakassanum í fataherberginu) takk fyrir okkur jólasveinn :) það voru nokkrir sem voru ansi hræddir og vildu bara halda sig hjá kennara meðan aðrir voru mjög áhugasamir um þennan rauðklædda mann nutu þess að spjalla við hann. Eftir jólaballið, þá kom sveinninn góði inná Laut í smá myndatöku. Við fengum okkur svo mandarínur og fórum svo að leika okkur saman. Við fengum svo hangikjöt og meðþví í hádegismatinn og ís í eftirmat.. hann féll heldur betur vel í kramið hjá krúttunum ykkar, margir vildu fá fleiri en einn og settu upp skeifu þegar þau fengu að heyra að það væri bara einn í boði. Eftir mat og hvíld var leikið á ganginum og eftir kaffi verður væntanlega leikið inni.

Eigið góða helgi

Kv. Allir á Lautinni

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica