Sími 441 5200

Dagbók

8. desember 2017

Sælir kæru foreldrar

Þetta hefur verið frekar róleg vika hjá okkur á Lautinni.

Við höfum verið dugleg að nýta okkur dúkkukrókinn frammi ásamt því að elda matinn inni á deild, þetta eru alltaf vinsælustu svæðin hjá Lautarsnillingunum. 

Við höfum líka verið að kubba og leika með pleymó inni á deild. Perlur og pinnar eru líka að verða vinsælla og vinsælla og er gaman að sjá hvað mörg barnanna eru að ná tökum á þessu verkefni. 

Jólastúss og Jólaleyndó heldur áfram og eru krakkarnir mjög áhugasöm um allt sem tengist því. 

Við höfum því miður verið lítið úti að leika okkur vegna kuldans úti. Vonandi fer að hlýna svo við komumst aðeins út að leika okkur fljótlega. Krakkarnir ykkar eru nefnilega svo glöð að komast út og allir svo duglegir að æfa sig í því að klæða sig sjálf.

Ávaxtadagurinn stóð fyrir sínu í vikunni, það kom ekkert smá mikið af ávöxtum til okkar og börnin nutu þess í botn að fá svona mikið af gúmmelaði. 

Í næstu viku verður jólatréð skreytt og jólaballið verður á föstudaginn næsta. 

Eigið góða helgi

kv. Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica