Sími 441 5200

Dagbók

1. desember 2017

Þessi vika er búin að vera nokkuð hefðbundin. Allir mjög glaðir með að vera komnir inn á Lautina aftur og njóta þess að leika sér saman :)

Á mánudag vorum við inni á svæðum fyrir hádegið. Eftir mat og hvíld þá fóru þeir sem vildu að baka piparkökur. Það voru nú ekki allir til í þetta og fengu þá bara að sleppa því, þar sem við pínum engan í einhver verkefni. Eftir kaffitímann fórum við svo út að leika okkur.

Á þriðjudag vorum við að jólast saman í smiðjunni. Við vorum að mála og glimmerast á fullu. Afraksturinn sjáið þið þegar nær dregur jólum og á aðfangadagskvöld. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn vorum við inni að leika okkur fyrir matinn. Við vorum svæðaskipt inni á deildinni okkarog nutum þess að leika okkur. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við á svæði að leika okkur

Í gær fimmtudag þá vorum við að leika inni fyrir hádegismat, sumir fóru í holukubbana, meðan aðrir dönsuðu við jólatónlist og einhverjir voru í eldhúsdótinu okkar. Eftir mat og hvíld fengum við okkur ávexti og fórum svo að leika okkur. Jólakaffið okkar byrjaði svo fljótlega eftir að við byrjuðum að leika og var frábært að sjá hvað þið kæru foreldrar voruð dugleg að mæta og gefa ykkur tíma til að njóta stundarinnar með börnunum ykkar. Það fengu allir sér piparkökur og heitt súkkulaði með rjóma. NammiNamm, þvílíkt sem allir virtust vera sátt með það :)

Í dag föstudag lékum við á svæðum fyrir hádegið. Í dag var líka gaman saman með öllum leikskólanum. Þá buðu krakkarnir á yngri gangi krökkunum á eldri gang að koma í heimsókn. Við sungum saman nokkur jólalög ásamt því sem við kveiktum á fyrsta aðventukertinu þar sem það er fyrsti sunnudagur í aðventu á sunnudaginn. Eftir mat, hvíld og kaffi þá reikna ég með að við verðum inni að leika okkur. Það rignir ansi mikið og reynslan segir að lóðin sé ansi hál núna. 

Njótið helgarinnar

kv. Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica