Sími 441 5200

Dagbók

24. nóvember 2017

Sælir kæru foreldrar

Vikurnar fljúga áfram og jólin á næsta leyti, við ætlum að gera okkar besta til að hafa aðventuna rólega og notalega í leikskólanum. Nóg er af stressi annars staðar í þjóðfélaginu. 

Krakkarnir ykkar eru mjög upptekin af því að það er verið að „laga Lautina“ og fylgjast vel með því sem er að gerast þar inni. Kíkja alltaf á hurðina þegar við löbbum framhjá. Það verður ansi gott að komast aftur inn á Laut! Krakkarnir hafa tekið þessum breytingum með jafnaðargeði og eru ótrúlega róleg yfir þessu. Við höfum sofið inni á Læk og inni á Lind þessa vikuna og hefur það gengið vonum framar. Þeir klára vætanlega í dag og ætti næsta vika að vera eðlileg hjá okkur.

Við höfum verið mikið inni að leika okkur í þessari viku þar sem það hefur bæði verið ansi kalt úti, það hefur líka verið vindur sem gerir allt kaldara. Eins er stór hluti deildarinnar með kvef og hor eftir veikindi síðustu viku.

Við vorum mest að leika okkur inni í leikvangi þessa vikuna, þar var boðið upp á kubba, perlur, ljósaborð, pinna ásamt því sem við fórum í holukubbana og dúkkukrókinn að leika okkur. Smiðjan var á sínum stað fyrir 2015 börnin og eru krakkarnir alltaf jafn áhugasöm þar inni.

Í næstu viku ætlum við að baka piparkökur, bakað verður mánudag, þriðjudag og miðvikudag og ekki er alveg ákveðið hvenær við bökum. Á fimmtudag ætla krakkarnir svo að bjóða ykkur í heitt súkkulaði með rjóma og nýbakaðar piparkökur. Jólastundin hefst kl. 14.30 og lýkur kl. 16.30 (það þarf ekki að vera allan tímann). Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og gæða sér á góðgætinu sem krakkarnir ætla að baka fyrir ykkur.

Njótið helgarinnar

Kv. Allir á Laut
Þetta vefsvæði byggir á Eplica