Sími 441 5200

Dagbók

17. nóvember 2017

sælir kæru foreldrar

Við á Laut höfum haft nóg að gera í vikunni.

Á mánudaginn vorum við inni að leika okkur fyrir hádegið og eftir kaffitímann héldum við okkur inni. Það eru svo margir með hor og hósta þessa dagana og okkur fannst svolítið kalt úti. Við vorum aftur á móti að jólaleyndóast aðeins eftir kaffitímann, ásamt því að leika okkur á svæðum inni á deild og frammi á gangi.

Á þriðjudaginn fóru öll börn deildarinnar í smiðjuna til Rebecu. Það var aðeins verið að jólast þar, allir með glimmer útum allt :) Við vorum líka að leika inni á deild og á ganginum. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn vorum við inni á svæðum fyrir hádegið, þar var t.d. verið að leika í dúkkukróknum, perla, pinna og pleymóast saman. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur.

Á fimmtudaginn var heldur betur stór dagur. Afmælisdagur leikskólans, hann varð 16 ára gamall og slegið var upp heljarinnar partýstuði. Það mættu flestir í búningum og svo var opið flæði, en það þýðir að allar hurðir eru opnar. Krakkarnir máttu því rölta um leikskólann og finna sér viðfangefni að eigin vali. Þau sem eiga systkini voru fljót að finna þau og dandalast með þeim um húsið. Sum börnin voru mjög frökk að rölta um meðan önnur vildu bara vera í örygginu á yngri gangi þar sem þau þekkja allt og alla. Það var svo pizza í hádegismat og hún féll vel í kramið hjá snillingunum ykkar. Eftir hvíldina lékum við á ganginum og eftir það var kaffitími. Þar var súkkulaðikaka í boði sem börnin ykkar voru alsæl með J

Í dag föstudag lékum við á svæðum fyrir hádegið, bæði inni á deild og frammi á gangi. Eftir mat, hvíld og kaffi er planið að fara út að leika okkur. Þ.e.a.s ef  það kólnar ekki mikið.

Eigið góða helgi

Kv. Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica