Sími 441 5200

Dagbók

10. nóvember 2017

Sælir kæru foreldrar

Vikan okkar gekk vel, útivera hefur verið aðeins minni hjá okkur þar sem það er því miður farið að kólna úti. En við förum út meðan veður leyfir.

Á mánudaginn fóru allir í leikvang að hreyfa sig, þess á milli var verið að leika á svæðum inni á deild. Eftir mat og hvíld fórum við að drekka og svo fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn féll smiðjan því miður niður, við aftur á móti byrjuðum að jólaleyndóast aðeins :) við vorum að leika á svæðum inni á deild meðan sumir voru að leyndóast. Eftir mat og hvíld fengum við okkur kaffi og eftir það fórum við að leika á svæðum, þar á meðal var farið í leikvanginn.

Á miðvikudaginn ætlaði seinni 2015 hópurinn í vettvangsferð. Það rigndi aftur á móti eins og hellt væri úr fötu og við ákváðum að halda okkur inni að leika. Sumir héldu áfram að jólaleyndóast meðan aðrir voru að leika. Eftir mat og hvíld fengum við okkur brauð í kaffitímanum ásamt því sem ávextirnir gómsætu runnu ljúflega niður. Eftir allt þetta fórum við út að leika okkur.

Í gær fimmtudag, vorum við inni á svæðum fyrir hádegið. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við svo út að leika okkur.

Í dag föstudag er þvi miður lokað á Lautinni og því ekkert um að vera í dag.

 Í næstu viku verður eitthvað um að vera hjá okkur.

  • Á fimmtudaginn næsta (16.nóv) á leikskólinn afmæli, hann verður 16 ára gamall. Við ætlum að halda upp á það með því að hafa BÚNINGADAG  hjá okkur. Þá mega þeir sem vilja mæta í Búning til okkar! Það verður svo „Opið Flæði“ fyrir hádegið en það þýðir.. allar hurðir opnar. Þá mega krakkarnir kíkja í heimsókn á aðrar deildar. Þetta er alltaf mjög spennandi og gaman að sjá hvað er í gangi á öðrum deildum leikskólans. Það verður svo pizza í hádegismat og kaka í kaffinu... eins og tilheyrir í afmæli hjá unglingum.
Njótið helgarinnar með snillingunum ykkar

kv. Allir á Lautinni

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica