Sími 441 5200

Dagbók

3. nóvember 2017

Sælir kæru foreldrar

Enn og aftur er kominn föstudagur, vikurnar fljúga áfram og nóvember er runnin upp. Alltaf nóg um að vera og stuð hjá okkur á Lautinni. 

Á mánudaginn fórum við í leiksalinn að hreyfa okkur, við fórum í þrautabraut og í klifuræfingar í rimlunum. Eftir mat og hvíld lékum við okkur á ganginum og eftir kaffitímann fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn fórum 2015 börnin í smiðjuna til hennar Rebecu, þar voru bátarnir kláraðir og þeir eru komnir upp í gluggakistu inni á deild. Það var verið að leika á svæðum þess á milli sem þau voru í smiðjunni. Eftir mat og hvíld lékum við á ganginum og eftir kaffitímann fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn fóru allir út fyrir matinn, það fór einn hópur í vettvangsferð. Þau sem fóru voru Magnús Tumi, Kristófer Atli, Ellert Helgi, Indra Sólveig, Anna Hrafnhildur og Bríet Lilja. Við löbbuðum á Hvammsvöll og þar lékum við í smá stund. Það voru allir duglegir að labba og fylgja fyrirmælunum í fyrstu ferð skólaársins. Eftir mat og hvíld lékum við á ganginum með krökkunum af hinum deildunum. Eftir kaffitíma fórum við út að leika okkur aftur.

Í gær fimmtudag var Lautin því miður lokuð og því lítið um að vera hjá okkur.

Í dag föstudag fóru allir út að leika sér fyrir hádegið. Fyrir matinn verður fyrsta gaman saman skólaársins. Það fer þannig fram að Lind, Lækur og Laut hittast á ganginum og syngja saman nokkur lög. Eftir mat og hvíld lékum við á ganginum og eftir kaffitímann okkar ætlar Vigdís Edda að bjóða okkur upp á saltstangir og vínber í tilefni af því að hún verður 2 ára á morgun. Innilega til hamingju með daginn þinn Elsku Vigdís Edda :)

Eigið góða helgi

Kv. Allir á Lautinni
Þetta vefsvæði byggir á Eplica