Sími 441 5200

Dagbók

20. október 2017

Sælir kæru foreldrar

Enn ein vikan liðin og alltaf nóg að gera hjá okkur á Lautinni.

Á mánudaginn fórum við í leikvang að hoppa og skoppa þar inni. Alltaf jafn vinsæll staður Leikvangurinn. Þess á milli vorum við að leika á svæðum, t.d. í eldhúsdótinu okkar, kubbunum og með dúkkudótið okkar. Eftir mat og hvíld þá lékum við á ganginum og eftir kaffitímann fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn var Lautin lokuð og því var ekkert um að vera þann daginn.

Á miðvikudaginn vorum við inni fyrir hádegið þar sem veðrið var ansi leiðinlegt! Við vorum aftur á móti að leika okkur á svæðum, t.d. í kubbum, eldhúsdóti og með bílana. Eins fóru allir að mála vatnslitamynd og þeim fannst það mjög skemmtilegt. Myndirnar hanga fyrir framan deildina okkar. Eftir mat og hvíld lékum við á ganginum og höfðum það notalegt þar. Eftir kaffitímann vorum við á svæðum á deildinni og í leikvangi.

Á fimmtudaginn fórum við út að leika okkur í rigningunni fyrir hádegið. Við vorum svo inni að leika okkur eftir hvíldina og fram að kaffitíma. Eftir kaffið fórum við svo aftur út að leika okkur.  Við héldum líka upp á afmælið hans Hrafns Elís sem varð 2 ára gamall þann daginn. Hann bauð krökkunum upp á saltstangir og popp í tilefni dagsins. Innilega til hamingju með daginn þinn elsku Hrafn Elís og takk fyrir okkur.

Í dag föstudag vorum við inni að leika fyrir hádegið, við vorum t.d. með bílana, að skoða bækur, eldhúsdót og nýja fína dótið okkar. Eftir hádegismat og kaffi ætlum við út að leika okkur og planið er að klára daginn þar.

  • í næstu viku, þ.e. á föstudaginn 27.10, þá er bangsadagur í leikskólanum. Í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Þann daginn mega krakkarnir mæta með bangsa að heiman, endilega munið eftir að merkja hann. 

Eigið góða helgi 

kv. Allir á Lautinni

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica