Sími 441 5200

Dagbók

13. október 2017

Sælir kæru foreldrar

Við á Lautinni njótum þess að vera saman og hefur þessi vika verið mjög skemmtileg.

Á mánudaginn voru börnin heima að leika sér vegna lokunar á Lautinni.

Á þriðjudaginn fóru 2015 börnin í smiðjuna til hennar Rebecu, þar var verið að mála og vinna með skynhreyfiverkefni á Ljósaborðinu okkar. Þess á milli var verið að leika á svæðum, t.d. holukubbar, bílar, kubbar, og eldhúsdót. Eftir hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn fórum við út að leika okkur í garðinum okkar fyrir hádegið. Eftir hvíld og kaffi hélt Ellert Helgi upp á 2 ára afmælið sitt. Hann bauð upp á saltkringlur og vínber og féll það svo sannarlega vel í kramið hjá Lautarkrúttunum. Takk fyrir okkur Ellert Helgi og innilega til hamingju með daginn þinn. Eftir afmælispartýið, þá fórum við að leika á svæðum, bæði í leikvangi og inni á deild.

Í gær fimmtudag var dótadagur í leikskólanum. Þá komu börnin með dót að heiman og höfðu gaman af. Við vorum inni að leika fyrir hádegið, það var t.d. verið að leika í eldhúsdótinu, holukubbunum og með bílana. Eftir hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur í garðinum okkar.

Í dag föstudag fórum við snemma út að leika okkur. Við lékum svo inni fram að kaffitíma og eftir kaffi og smá leik þá ætlum við út að leika okkur aftur. Nýta þessa dásamlegu haust daga í botn.

Eigið góða helgi

Kveðja. Allir á Lautinni

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica