Sími 441 5200

Dagbók

5. október 2017

Sælir kæru foreldrar

Stutt vika að líða og löng helgi að taka við hjá Lautarkrúttunum

Á mánudaginn fórum við í leikvanginn að hreyfa okkur þar í hópunum okkar. Um morguninn var líka verið að leika sér inni á deild. Við fórum svo að borða og leggja okkur. Eftir mat og hvíld lékum við á ganginum meðan þau vöknuðu í rólegheitunum. Eftir kaffitímann fórum við síðan út að leika okkur.

Á þriðjudaginn fórum við út að leika fyrir matinn. Eftir samveru, mat og hvíld þá lékum við á ganginum og inni á deildinni okkar. Eftir kaffi fórum við út að leika okkur í garðinum okkar. Við viljum þakka ykkur fyrir frábær viðbrögð vegna póstinum frá Erlu Stefaníu. 

Á miðvikudaginn fórum við út að leika okkur fyrir hádegið og nutum þess að vera ein í garðinum okkar. Við sungum svo saman nokkur lög fyrir matinn og er alveg frábært að sjá hvað margir eru orðnir duglegir að syngja með og gera hreyfingarnar. Eftir hvíldina lékum við á ganginum með börnunum af Læknum. Við fengum okkur svo að borða og gómsæta ávexti með brauðinu í kaffitímanum. Takk fyrir okkur. Svo fórum við út að leika okkur aftur.

Í dag fimmtudag, fórum við út að leika okkur fyrir hádegið, eftir mat og hvíld lékum við á ganginum í rólegheitunum. Við fengum okkur brauð og ávexti í kaffinu og skelltum okkur svo í galla og út að leika okkur aftur. 

Ámorgun föstudag er svo skipulagsdagur í  leikskólanum og hann því lokaður, kennararnir verða að sjálfsögðu í vinnunni í fundahaldi og öðru áhugaverðu.

Njótið löngu helgarinnar ykkar með börnunum ykkar

kv. Allir á Lautinni
Þetta vefsvæði byggir á Eplica