Sími 441 5200

Dagbók

29. september 2017

Sælir kæru foreldrar

Enn ein vikan liðin og hefur hún verið ansi skrýtin. Bæði hafa verið veikindi á börnum og kennurum, þessi blessaða ælupest gekk ansi hratt yfir á Lautinni. Við viljum byrja á því að senda bataknús á alla þá sem eru veikir heima. Vonandi sjáumst við sem fyrst.

Á mánudaginn fórum við í leikvanginn, þar var þrautabraut sem krakkarnir fóru nokkrum sinnum og svo fengu þau að leika frjálst þar inni. Eftir matinn þá lékum við á ganginum og eftir kaffi fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn þá byrjaði Rökkvi Páll hjá okkur á Lautinni. 2015 börnin fóru út að leika sér fyrir hádegið en 2016 börnin voru inni að sýna Rökkva hvernig leikskólalífið virkar. Eftir matinn þá lékum við á ganginum og fórum svo öll út að leika okkur eftir kaffitímann.

Á miðvikudaginn fórum við út að leika okkur fyrir hádegið og virtust allir skemmta sér vel í garðinum okkar. Eftir matartímann og góða hvíld, þá fengum við okkur að drekka og lékum okkur svo inni, bæði inni á deild og í leikvangi.. við fórum svo út rétt um 16.00 og kláruðum daginn þar.

Í gær fimmtudag fórum við út að leika okkur fyrir hádegið og nutum þess að vera ein í garðinum okkar. Eftir mat og hvíld þá fórum við út að leika okkur enn og aftur.

Í dag föstudag, fórum við út að leika okkur fyrir hádegið, við lentum í ansi mikilli rigningu og vorum því stutt úti. Við fórum inn og héldum upp á afmælið hans Rökkva Páls sem varð 1 árs í gær. Hann bauð upp á banana og bláber í tilefni dagsins.Innilega til hamingju með daginn þinn Rökkvi Páll. Við lékum okkur svo í kubbum og eldhúsdóti fram að samverustund. Eftir kaffi var í boði að leika með lestina, pleymóið og einhverjir fóru í leiksalinn.

  • Við erum komin með nýja ÞULU, þulan í október (erum búin að vera með hana í nokkra daga) er fagur fiskur í sjó.. mörg krakkana eru orðin mjög flink að taka þátt, endilega prófið með þeim.
  • Í næstu viku, á miðvikudagin, er ávaxta og grænmetisdagur á miðvikudaginn, þá mega börnin koma með ávöxt eða grænmeti að heiman og bjóða vinum sínum upp á.
  • Á föstudaginn næsta (6. okt) er leikskólinn lokaður þar sem það er skipulagsdagur kennara.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi

Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica