Sími 441 5200

Dagbók

22. september 2017

Sælir kæru foreldrar

Ég vil byrja á því að þakka ykkur kærlega fyrir komuna á Aðalfund foreldrafélagsins sem var í vikunni.

Enn ein vikan liðin og tíminn flýgur áfram. Það hefur verið nóg að gera hjá okkur á Lautinni þessa vikuna..

Á mánudaginn fóru allir hóparnir í leiksalinn að hreyfa okkur. Þeim finnst alltaf jafn gaman þar inni í fjörinu. Við vorum svo svæðaskipt að leika um morguninn, t.d. kubbar, eldhúsdót og playmó. Eftir mat og hvíld fórum við að drekka og skelltum okkur svo út að leika okkur.

Á þriðjudaginn fóru 2015 börnin í smiðjuna. Það var svæðaskipt inni á deild á meðan hjá okkur, það var t.d. verið að leika með kubbana, eldhúsdótið og einhverjir voru að púsla. Eftir mat, hvíld og kaffi fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn vorum við inni að leika okkur fyrir hádegið, við teiknuðum sjálfsmyndirnar okkar sem fara í ferlimöppuna þeirra. Þær fara upp á vegg fljótlega J. Elín Ólöf kvaddi okkur líka með vínberjum og poppi, en hún ætlar að vera á Hlíðinni þangað til prinsinn hennar lætur sjá sig. Eftir mat og hvíld lékum við okkur á ganginum fram að kaffitíma. Eftir kaffitímann fórum við í 2 hópa, annar hópurinn fór í leiksalinn meðan hinn hópurinn lék í playmó inni á deildinni okkar.

Í gær fimmtudag vorum við líka inni fyrir hádegið, við vorum t.d. að leika með eldhúsdótið og playmó og svo hlustuðum við á sögu í samverustundinni. Eftir mat og hvíld lékum við á ganginum og fórum svo að drekka. Eftir kaffitímann fórum við svo út að leika, það voru allir glaðir með þá ákvörðun og skemmtu sér vel.

Í dag föstudag fórum við út að leika okkur í rigningunni fyrir hádegið. Eftir mat og hvíld leikum við á ganginum og eftir kaffitímann verður snillingunum ykkar skipt á svæði til að leika inni.

Takk fyrir vikuna og njótið helgarinnar

Kv. Allir á Lautinni

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica