Sími 441 5200

Dagbók

15. september 2017

Sælir kæru foreldrar

Þá er fyrsta vikunni okkar í skipulögðu starfi að ljúka. Börnin virtust skemma sér við þau verkefni sem lögð voru fyrir þau.

Á mánudaginn fóru allir hópar í leikvang. Þetta var fyrsti leikvangstíminn og mörg krakkana hafa ekkert farið þangað inn áður. Því var tíminn að þessu sinni frjáls og voru þau að príla í rimlunum, hoppa á dýnunni, leika á hestunum, kasta boltum og bara almennt hafa gaman þar inni. Þegar þau voru ekki í leikvang voru þau á svæðum inni á deild. Eftir hvíldina okkar fengum við okkur að borða og fórum svo út að leika þar sem deginum okkar lauk.

Á þriðjudaginn fóru 2015 börnin í skapandi starf til hennar Rebecu. Þar var verið að hlusta á sjávartónlist, lita við ljósaborðið, blása fjöðrum og snerta mismunandi efnivið við skynjunarborðið okkar. Þegar þau voru ekki þar inni, þá vorum við á svæðum, bæði inni á deild og í dúkkukróknum á ganginum. Eftir hádegismat, hvíld og kaffitíma fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn fórum við út að leika okkur fyrir hádegið, þar var verið að renna, moka og róla. Eftir hádegismat, hvíld og kaffi fórum við aftur út að leika okkurí garðinum okkar.

Í gær fimmtudag vorum við inni fyrir hádegið, við vorum að leika okkur á svæðum, t.d. í dúkkukrók, með kubba, með dýr, með playmó og að pússla. Eftir samveru, mat og hvíld lékum við á ganginum og fórum svo inn á deild að drekka. Eftir kaffið fórum við síðan út að leika okkur í garðinum okkar.

Í dag föstudag ákváðum  við að vera inni fyrir hádegið. Krakkarnir fóru í leiksalinn fyrir hádegið að hoppa og skoppa þar inni. Meðan sumir eru í salnum eru aðrir að leika á svæðum. Við ætlum svo að borða og hvíla okkur. Eftir hvíldina drekkum við og ætlum svo út að leika okkur eftir kaffið, það verða því væntanlega skítugir snillingar sem þið takið heim í helgarfrí í dag.

Njótið helgarinnar 

kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica