Sími 441 5200

Dagbók

8. september 2017

Sælir kæru foreldrar

Góðri viku að ljúka og var mikið um útiveru í góða veðrinu sem er búið að vera hjá okkur þessa vikuna.

Á mánudaginn fórum við út að leika okkur fyrir hádegið og lékum okkur þar saman. Eftir samveru, mat og hvíld lékum við okkur á ganginum og eftir kaffitímann okkar fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn fórum við út að leika fyrir hádegið, við vorum t.d. að kríta og elta sápukúlur út um garðinn. Við nutum þess að vera úti og er gaman að sjá hvað krakkarnir eru dugleg að brasa úti. Eftir hvíldina lékum við á ganginum og fengum okkur svo að drekka og eftir það skiptum við okkur á svæði, við vorum t.d. að leika með kubbana og í eldhúsdótinu okkar, eins fór einn hópur í leiksalinn.

Á miðvikudaginn fórum við enn og aftur út að leika okkur. Eftir hvíld og leik á ganginum fengum við okkur brauð og ávexti og grænmetið sem krakkarnir komu með sér í leikskólann. Það vakti mikla lukku og voru margir sem völdu sér „nammið“ eins og þau kölluðu það fram yfir brauðið. Við erum strax farin að hlakka til næsta ávaxtadags. Eftir kaffitímann fórum við út að leika.

Í gær fimmtudag, fórum við enn og aftur út að leika fyrir hádegið. Við vorum eina deildin í Austurgarðinum og nutu börnin sín mjög vel með allt dótið og skemmtu allir sér vel. Eftir samveru, mat og hvíld lékum við á ganginum og eftir kaffi fórum við enn og aftur út að leika J

Í dag föstudag, fórum við út að leika fyrir hádegið, þar sem var hlustað á tónlist og notið þess að vera úti. Eftir hádegismat, hvíld og leik á ganginum ætlum við að fá okkur brauð og svo út að leika okkur. Njóta síðsumarsins sem er hjá okkur þessa dagana.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi

kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica