Sími 441 5200

Dagbók

1. september 2017

Sælir kæru foreldrar

Viðburðarríkri viku að ljúka og það hefur heldur betur verið nóg um að vera hjá okkur. Mikið hefur verið um útiveru þar sem veðrið hefur sýnt ágætis takta. Það má samt alveg taka það fram að við förum út að leika okkur í öllum veðrum

Á mánudaginn var hefðbundinn dagur, útivera fyrir hádegið og aftur eftir kaffið. Lékum okkur í garðinum og nutum útiverunnar saman.

Á þriðjudaginn komu 4 nýjir krakkar í aðlögun til okkar á Lautina, þau heita Íris Örk, Birta Lind, Almar Ari og Óðinn Helgi. Aðlögunin gekk vonum framar  og eru allir orðnir mjög leikskólaglaðir. Gömlu börnin okkar fóru út að leika sér fyrir hádegið meðan nýju börnin voru að kynnast okkur og Lautinni. Eftir mat og hvíld fóru öll Lautarbörnin saman út að leika aftur.

Á miðvikudaginn fóru allir út að leika sér fyrir hádegið og gekk útiveran vel hjá öllum. Eftir mat og kaffi fórum við aftur út að leika okkur saman.

Á fimmtudaginn, fórum við öll út að leika okkur saman og kvöddu nýju börnin foreldra sína um morguninn, þvílíkt dugleg Lautarbörn. Gömlu börnin voru líka mjög fegin að vera laus við þetta fullorða fólk og urðu dagarnir þeirra betri. Eftir mat, hvíld og kaffitíma fórum við enn og aftur út að leika okkur.

Í dag föstudag fórum við út að leika okkur fyrir matinn og fannst öllum það skemmtilegt, alltaf jafn gaman að róla, renna og moka saman. Eftir mat þar sem allir borðuðu á sig gat, var notaleg hvíld og voru allir duglegir að bæði sofna og sofa!! Við ætlum svo að fá okkur að drekka og svo ætlum við út í blíðuna sem er skollin á okkur.

  • Í næstu viku verður fyrsti ávaxtadagur vetrarins og verður hann að þessu sinni miðvikudaginn 6 september. Þá mega börnin koma með ávöxt í leikskólann sem þau fá að bjóða vinum sínum upp á.
  •  Aðalfundur foreldrafélagsins verður 19. September kl. 20.00. Dagskrá nánar auglýst síðar.
  • Ég vil minna ykkur á mikilvægi þess að láta okkur vita ef einhver annar en þið náið í barnið ykkar.
Eigið góða helgi,
Allir á Laut


Þetta vefsvæði byggir á Eplica