Sími 441 5200

Dagbók

18. ágúst 2017

Sælir kæru foreldrar

Ótrúleg vika að klárast, aðlögunin hefur gengið vonum framar og við erum alsælar með nýju börnin okkar. Vikan hefur verið ansi hefðbundin, mikil útivera og allir að kynnast öllum.

Á mánudaginn fórum við út að leika okkur fyrir hádegið, lékum okkur saman í Austur garðinum okkar. Eftir hvíld og kaffi fórum við aftur út að leika okkur.

Á þriðjudaginn komu nýju börnin til okkar, „gömlu börnin“ fóru því út að leika sér fyrir matinn en þau Vigdís Edda, Indra sólveig, Kristófer Andri og Friðrik Rósberg voru að leika inni og kynnast deildinni sinni. Eftir hvíld og kaffi fóru allir saman út að sér.

Á miðvikudaginn  fórum við út að leika okkur fyrir hádegið og aftur eftir eftir kaffitímann

Á fimmtudaginn kvöddu krakkarnir foreldra sína og erum við ótrúlega ánægðar með það hvernig það gekk. Við lékum því úti saman fram að mat og fórum svo inn að borða og hvíla okkur. Eftir kaffi fórum við einn og aftur út að leika okkur. Við fengum líka nýjan starfsmann til okkar á Lautina, hún heitir Sumaia og ætlar að vera með okkur í vetur. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til okkar. :)

Í dag föstudag, fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Eftir gómsætt Mexico Fjör í hádegismat og dásamlega hvíldarstund ætlum við að drekka og fara svo út að leika okkur.

Þetta er búin að vera frábær vika með frábærum krökkum :)

Minni að lokum á skipulagsdaginn á mánudaginn, en þá verður leikskólinn lokaður. 

eigið góða helgi

Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica