Sími 441 5200

Dagbók

11. ágúst 2017

Sælir kæru foreldrar

Þá er fyrsta vikan okkar liðin og allir virtust vera hressir með leikskólalífið aftur. Við höfum verið mikið úti að leika okkur þessa vikuna sem og inni á deild að leika með dótið okkar, vinsælast hefur verið að kubba, elda matinn og pússla.

Á þriðjudaginn var stuttur dagur hjá okkur og vorum við inni að leika okkur þann daginn.

Á miðvikudagi og fimmtudag var sama dagskrá, við fórum við út að leika okkur fyrir matinn og eftir hvíld og kaffi fórum við aftur út að leika okkur.

Í dag föstudag lékum við inni fram yfir morgunmat en uppúr 9.00 fórum við út að leika okkur. Það var stutt gaman saman á ganginum með Lind og Læk fyrir matinn og svo borðuðum við og fórum að sofa. Allir svo duglegir að leggjast á dýnuna sína og hvíla sig. Eftir hvíld og frjálsan leik ætlum við að halda upp á afmælið hennar Bríetar Lilju en hún verður 2 ára á morgun. Innilega til hamingju með daginn þinn elsku vinkona. Eftir kaffitímann ætlum við síðan út að leika okkur og klára daginn þar.

Á þriðjudaginn í næstu viku mæta 4 ný börn á Lautina, þau heita.. Kristófer Andri, Indra Sólveig, Vigdís Edda og Friðrik Rósberg. Við hlökkum mikið til að kynnast þeim og bjóðum þau hjartanlega velkomin til okkar. 

Eigið góða helgi

kv. allir á Laut



Þetta vefsvæði byggir á Eplica