Sími 441 5200

Dagbók

07. júlí

Þessi vika var viðburðarík og skemmtileg. Við fórum út fyrir hádegi alla dagana. Í þessari viku vorum við með 4 afmælisbörn. Á mánudaginn hélt Ragnhildur Fanney upp á tveggja ára afmælið sitt. Hún verður tveggja ára í sumarfríinu þann 14.júlí. Á þriðjudaginn hélt Magnús Tumi upp á afmælið sitt hann varð tveggja ára þá þann 4.júlí. Á miðvikudaginn hélt Sigurður Smári upp á tveggja ára afmælið sitt. Hann verður tveggja ára í sumarfríiinu þann 13.júlí. Á fimmtudaginn hélt Kristófer Atli upp á afmæið sitt. Hann verður tveggja ára í sumarfríinu þann 15.júlí. Til hamingju með afmælin ykkar elsku Lautarkrútt, stórt knús á ykkur öll frá öllum á Laut.

Í dag verður pizzapartý og gaman saman í fyrsta skipti fyrir nýju snillingana okkar, þá hittast allar deildar á yngri gangi frammi saman og syngjum nokkur lög. Leiskólinn lokar svo klukkan 13:00. Hafið það rosalega gott í sumarfríinu ykkar. Við hlökkum svo til að hitta Lautarsnillingana aftur í ágúst. Leikskólinn opnar aftur 8.ágúst kl. 13:00.

Kveðja. Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica