Sími 441 5200

Dagbók

30. júní

Kæru foreldrar,

Í þessari viku er búið að vera svolítið af veikindum. Við sendum bataknús á þau börn sem hafa verið að fá pest í vikunni. Annars er vikan búin að ganga vel og gaman að sjá snillingana ykkar njóta dagana á leikskólanum.

Á mánudaginn fórum við út að leika fyrir hádegi. Eftir mat vorum við að vakna í rólegheitunum og leika okkur á ganginum. Eftir kaffitímann fórum við aftur út að leika þar sem við kláruðum daginn.

Á þriðjudaginn fórum við snemma út af því að götuleikhúsið kom til okkar og sýndi listir sínar, svaka gaman. Eftir samveru og mat vöknuðum við í kósý og vorum að leika á ganginum í rólegum leik. Eftir kaffitímann kláruðum við daginn úti. 

Á miðvikudaginn fórum við út að leika fyrir hádegi. Eftir mat vöknuðum við í rólegheitum og lékum okkur í smá stund á ganginum og fórum svo að kubba inn á deild. Eftir kaffitímann fórum við að sprikla aðeins í leikvanginum það fannst öllum mjög gaman.

Í gær,  fimmtudag  fórum við aftur út að leika fyrir hádegi. Þar njóta þau sín vel að moka, renna og róla. Eftir mat vöknuðum við í rólegheitunum og vorum að leika á ganginum. Eftir kaffi vorum við inni að kubba og púsla og kláruðum daginn inni.

Í dag, föstudag fórum við út fyrir hádegi. Eftir mat ætlum við að vakna í rólegheitunum og leika okkur á ganginum. Eftir kaffi ætlar Anna Hrafnhildur að bjóða krökkunum kanínupopp og melónu í tilefni þess að hún verður tveggja ára á morgun 1. Júlí. Til hamingju elsku Anna Hrafnhildur okkar við á Lautinni sendum þér stóran afmælisknús!

Góða helgi.

Kv. Allir á Lautinni.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica