Sími 441 5200

Dagbók

23. júní 2017

Sælir kæru foreldrar

Þetta er heldur betur búin að vera viðburðarrík vika. Við erum búin að vera mikið úti að leika okkur og erum að kynnast nýjum Lautarkrúttum þessa dagana. Aðlögunin gengur mjög vel og falla nýju börnin heldur betur vel í hópinn okkar. 

Á mánudaginn fórum við út að leika okkur fyrir hádegið og eftir mat og hvíld lékum við á ganginum. Eftir kaffitímann fórum við aftur út að leika okkur.

Á þriðjudaginn vorum við inni að leika okkur fyrir matinn, við tókum vel á móti nýju börnunum okkar, þau heita, Ellert Helgi, Bríet Lilja, Sigurður Smári og Hrafn Elís. Eftir mat og hvíld lékum við á ganginum saman. Við fengum okkur svo að drekka og fórum svo út að leika okkur eftir kaffitímann.

Á miðvikudaginn fóru allir út að leika sér fyrir hádegið, það var mjög gaman að sýna nýju vinunum okkar garðinn og leikföngin okkar.. eins og vanalega þá er skemmtilegast að róla og renna.. við höfum líka verið að moka og gera sandkökur saman. Eftir mat og hvíld þá lékum við á ganginum og fórum svo aftur út að leika okkur eftir kaffitímann.

Í gær fimmtudag, fórum við öll út aðleika okkur  fyrir matinn, nýju börnin kvöddu foreldra sína og gekk allt mjög vel. Það voru allir mjög duglegir að leika saman og skiptast á með útidótið. Eftir samveru og mat var hvíld og var ansi notalegt að leggjast á dýnuna sína og kúra vel og lengi. Þegar krakkarnir vöknuðu þá lékum við saman í playmó á ganginum. Eftir kaffi fórum við síðan út að leika okkur.

Í dag föstudag, fórum við út að leika okkur fyrir hádegið, allir mjög duglegir að leika saman að moka, róla, renna og skoða allt fína dótið okkar. Eftir grillaðar pyslur fórum við að leggja okkur. Mikið rosalega gekk vel að sofna :) Ekkert smá duglegir krakkar sem þið eigið!! Eftir hvíldina ætlum við að leika okkur á deildinni okkar í rólegum leik. Eftir kaffi verður annað hvort leikið inni á deild eða úti í garðinum okkar, það er ekki alveg komið á hreint ennþá.

Eigið góða helgi

kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica