Sími 441 5200

Dagbók

16. júní 2017

Sælir kæru foreldrar

Þá er þessi vika liðin og hún hefur verið ansi áhugaverð.  Við höfum verið mikið úti að leika okkur og njóta síðustu dagana saman.

Á mánudaginn fórum við út að leika okkur fyrir hádegið að leika okkur. Eftir hvíld og kaffi fórum við aftur út að leika okkur í garðinum okkar. Við

Á þriðjudaginn byrjaði aðlögun yfir á Hól og Hlíð. Fyrir hádegið fóru 2015 og 2013 börnin út að leika sér en 2014 börnin fóru yfir á Hlíðina með 2014 börnunum af Lind og Læk. Eftir matinn fóru 2013 börnin í heimsókn yfir á Hól og Hlíð. Heimsóknin gekk vel og komu allir sáttir þaðan.  Við fórum svo aftur út að leika okkur eftir kaffið.

Á miðvikudaginn fóru krakkarnir yfir rúmlega 9 um morguninn. Það fóru svo allir að horfa á Dou Stemma atriði í boði foreldrafélagsins. Eftir sýninguna fóru 2015 börnin út að leika sér og skemmtu sér vel þar. Eftir mat og hvíld lékum við á ganginum og höfðum gaman þar. Við fórum svo út að leika okkur eftir kaffi líka.

Á fimmtudaginn fóru krakkarnir yfir um 10.00 og voru á Hóli og Hlíð alveg til 15.00. Það gekk vel og nutu þau þess í botn að leika þar. Þetta var aftur á móti skrýtinn dagur fyrir 2015 börnin okkar, þau voru bara þrjú þennan daginn og nutu þau þess að leika saman. Þau fóru út að leika sér fyrir hádegið og léku á ganginum eftir hvíldina. Það fóru svo allir út að leika sér eftir kaffi aftur.

Í dag var stór dagur hjá 2013 og 2014 börnunum. Við lékum öll saman inni og í tilefni dagsins var boðið upp á ís (smá kveðjuveisla). Eftir hana fóru 2015 börnin út að leika sér og hinir fóru með dótið sitt á nýju deildina sína. Við ætlum svo að leika inni í rólegheitunum fram að kaffi og 2015 börnin ætla svo að fara í heimsókn á Lindina og fá sér að borða þar. ´Svo verður dagurinn kláraður úti eða inni á Lindinni með krökkunum þar.

Á þriðjudaginn  koma svo fjögur ný börn á Lautina, þau heita Hrafn Elís, Sigurður Smári, Bríet Lilja og Ellert Helgi. Við hlökkum til að kynnast þeim og takast ávið ævintýri með nýjum barnahóp.

á mánudaginn næsta verður einnig sumarhátíð/heilsudagur hjá okkur í leikskólanum. Það verður nánar auglýst í tölvupósti til ykkar.

Eigið góða helgi

kv. Allir á Lautinni.Þetta vefsvæði byggir á Eplica