Sími 441 5200

Dagbók

9. júní 2017

Sælir kæru foreldrar

Vika í styttri kantinum að ljúka og hefur verið nóg um að vera hjá okkur.

Á þriðjudaginn fóru 2013 og 2014 börnin í heimsókn á nýju deildina sína. Þar léku þau allan morguninn og gekk það heldur betur vel. Það virtust allir vera sáttir við staðinn og þau viðfangsefni sem voru í boði þar. 2015 börnin fóru aftur á móti út að leika sér fyrir hádegið. Við vorum svo inni fram að kaffi en í kaffinu fengum við m.a. gómsæta ávexti sem þau komu með að heiman í tilefni ávaxtadagsins. Eftir kaffitímann fórum við svo út að leika okkur Við kvöddum líka hana Auði okkar þennan dag. Hún bauð upp á íspinna þar sem síðasti dagurinn hennar var á miðvikudaginn. Við þökkum Auði fyrir samstarfið og óskum henni alls hins besta í hennar ævintýrum. 

Á miðvikudaginn fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Þar var leikið í bæði austur (litla) garðinum og vestur (stóra garðinum).  Við vorum inni að leika okkur fram að kaffi og eftir kaffi skiptum við okkur á svæði og lékum okkur þar

Í gær fórum við í vettvangsferð að Salaskóla og lékum okkur þar. Alltaf jafn gaman að komast út fyrir skólalóðina og leika þar. Eftir kaffi var leikið á ganginum og inni á deildinni okkar. Eftir kaffi fórum við síðan út að leika.

Í dag föstudag fórum við saman út að leika okkur fyrir hádegið, það var t.d. verið að mála og hlusta á tónlist ásamt því sem verið var að moka og róla á fullu. Við ætlum svo að leika okkur inni fram að kaffi og eftir kaffi verður væntanlega farið út að leika í sumrinu úti.

Í næstu viku verða gestirnir vegna NordPlus verkefnisins hjá okkur. Þeir koma frá nokkrum löndum, þ.e. Lettlandi, Finnlandi, Eistlandi og Litháen. Þeir verða með okkur alla vikuna, bæði innan leikskólans og í ferðum hingað og þangað.

Í næstu viku ætlum við líka að vera í heimsóknum á nýju deildirnar okkar. Þið hafið fengið póst um hvernig staðið verður að því og ef það eru einhverjar spurningar endilega hafið samband við mig. 2015 börnin munu því njóta þess að vera á Lautinni í næstu viku án stóru krakkana okkar. Það koma svo 4 ný börn á Lautina þann 20. júní n.k.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

kv. Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica