Sími 441 5200

Dagbók

9. nóvember 2018

Sælir kæru foreldrar

Við erum alltaf jafn hress á Lautinni og börnin ykkar njóta þess að vera til. Mikil þroskastökk hjá mörgum og allir duglegir að leika sér, bæði við vini sína sem og ein með sjálfum sér.

Á mánudaginn þá byrjuðum við vikuna á vettvangsferð eins og alla mánudaga. Við löbbuðum að þessu sinni á tvö heimili og kiktum á hurðarnar hjá þeim sem þar búa. Við ætluðum svo að taka strætó heim en við rétt misstum af honum, þannig við löbbuðum bara í rólegheitunum til baka. Við vorum ansi sein til baka en maturinn bíður bara eftir okkur. Tíminn er afstæður þegar maður er að skemmta sér. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni á deildinni okkar og eftir kaffitíma þá var flæðið í gangi á ganginum. Þá máttu börnin velja sér svæði til að leika á. Það var bæði leikið inni og úti að þessu sinni (enda börnin ykkar miklir útikrakkar).

Á þriðjudaginn þá fórum við í smiðjuna til Rebecu. Það var lika verið að spila inni á deild og skoða myndir og spá í hvað er á þeim. Þau voru mjög áhugasöm og skemmtu sér vel þennan morguninn. Eftir mat og hvíld þá lékum við á deildinni okkar og eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn þá fórum við út að leika okkur um morguninn, við skemmtum okkur vel í garðinum okkar og komu ansi margir blautir inn!! Eftir mat og hvíld þá lékum við á deildinni okkar í rólegum leikjum. Eftir kaffitímann þá var ákveðið að sleppa flæðinu og fara út að leika okkur.. þar sem veðrið lék við okkur. Ekki oft sem það er 10 stiga hiti í nóvember og við nýtum öll tækifæri til að vera úti að leika okkur.

Í gær fimmtudag þá fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Það var næstum því slegist um nýju finu hjólin okkar og voru ekki allir til í að skiptast á með þau. Það var líka „gengið gegn einelti“ dagurinn og fengum við nokkra krakka úr 10 bekk úr Salaskóla í heimsókn til okkar. Þau voru mikið úti að leika með krökkunum og virtust allir skemmta sér vel. Eftir mat og hvild þá lékum við á Lautinni og eftir kaffitímann þá fórum við í Flæðið.

Í dag föstudag þá var leikvangur hjá Kollu fyrir hádegið. Það er alltaf jafn gaman þar inni og var verkefni vikunnar þrautabraut. Við vorum líka að leika okkur inni á deildinni okkar. Eftir mat og hvild þá lékum við á Lautinni og eftir kaffitímann þá fórum við út að leika.

Eigið góða helgi með snillingunum ykkar

Kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica