Sími 441 5200

Dagbók

8. febrúar

Kæru foreldrar

Á mánudaginn fórum við ekki í vettvangsferð vegna færðar og vorum inni að leika fyrir hádegi og fórum út eftir síðdegishressinguna. Á þriðjudaginn var smiðja hjá okkur fyrir hádegi og eftir síðdegishressingu var orðið frekar leiðinlegt veður að við fórum ekki út, vorum inni í staðinn.

Á miðvikudaginn, Dagur Leikskólans byrjaði dagurinn eins og alltaf með hafragraut og síðan var opið flæði um allan leikskólann og gátu börnin farið um allan leikskólann og leikið sér á hinum ýmsum stöðvum. Þetta finnst þeim mjög skemmtilegt. Eftir hvíld, eða klukkan 2 kom svo leikhópurinn Vinir til okkar með sýninguna um Karíus og Baktus eftir Thorbjörn Egner og vakti það mikla lukku, þó sumir hafi orðið aðeins hræddir í byrjun en öll horfðu þau samt á sýninguna og höfðu gaman af þessum skrýtnum köllum ;) Sýningin var í boði foreldrafélagsins okkar og þökkum við því vel fyrir. Eftir sýninguna var boðið uppá vöfflur með rjóma og sultu sem var borðað með bestu lyst. Eftir vöfflukaffið var farið út að leika.

Í gær fimmtudag var hefðbundinn dagur hjá okkur, lékum okkur inni fyrir hádegi, við að kubba, lita, leira, púsla, spila, með eldhúsdótið og bílana. svo eftir hvíld og hressingu var farið út.

Í dag er leikvangur hjá okkur og var mikill spenna í loftinu að komast í leikvanginn til Atla. Eftir mat og hvíld verður Gaman Saman hjá okkur á yngri gangi og eftir það er síðdegishressingin og útivera og munum við klára daginn úti.

Í næstu viku er litavika hjá okkur.

Annars þökkum við fyrir vikuna og vonum að þið njótið helgarinnar

Stefanía, Sara, Kasia, Elín Ólöf og Sirrý

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica