Sími 441 5200

Dagbók

7. júní

Kæru foreldrar

Þessi vika hefur verið dásamleg þar sem veðrið hefur aldeilis leikið við okkur og við mikið verið úti en hún hefur líka einkennst af mikilli spennu þar sem 2015 börnin hafa verið að fara í heimsóknir inn á Hól og eru orðinn mjög spennt að skipta um deild.

En í dag er síðasti heili dagurinn okkar saman á Laut. Á mánudaginn er annar í Hvítasunnu og þá er leikskólinn lokaður en á þriðjudaginn mæta allir til okkar á Laut og verða hjá okkur þar til hvíldin er búin en þá ætlum við að vera með smá kveðjustund fyrir 2015 börnin og Kasiu sem ætlar að fylgja þeim yfir og svo flytjum við 2015 börnin yfir á Hólinn. Börnin verða því sótt á sína nýju deild á þriðjudaginn og þá eru þau alveg flutt yfir og mæta þar daginn eftir.

Á miðvikudaginn fáum við svo 4 ný börn til okkar á Lautina.

 En á mánudaginn vorum við að leika úti í sólinni bæði fyrir og eftir hádegi.

Á þriðjudaginn kom Gunnar ljósmyndari í hús og tóku myndir af börnunum ykkar og sem stóðu sig alveg frábærlega. Þið ættuð að vera búin að fá póst með link til að skoða og panta myndirnar. Á meðan við biðum eftir ljósmyndaranum vorum við inni að púsla, kubba, perla og lita. Eftir hádegismat og hvíld fóru þau sem voru vöknuð í gönguferð með Nönnu um hverfið. Eftir síðdegishressingu vorum við öll kominn út og vorum úti það sem eftir var af deginum.

Á miðvikudaginn var sulldagur hjá okkur. 2015 börnin byrjuðu á því að fara í heimsókn á Hólinn en hin fóru út að sulla. Mikið var það nú gaman að sulla og leika með vatnið. Sullið hélt svo áfram  eftir hádegi og var það mikið för. Við enduðum daginn að sjálfsögðu úti.

Í gær, fimmtudag, fórum við út að leika, börnin bíða eftir því á morgnana að komast út að leika. Enda er rólegt og gott að vera í garðinum þessa dagana þar sem elstu börnin eru mikið í vettvangsferðum og því fámennt í garðinum fyrir hádegi.

Í morgun byrjuðu 2015 börnin að fara inn á Hól og hin fóru út að leika. Við sameinumst síðan í samverustund, mat og hvíld og förum svo öll út á eftir.

Á miðvikudaginn næsta verður sumarhátið leikskólans, nánari tímasetning kemur síðar.

Við óskum ykkur góðrar helgar

Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica