Sími 441 5200

Dagbók

7. desember 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikan hefur flogið áfram enda nóg um að vera. Í þessari viku höfum við verið að vinna að hinum ýmsu verkefnum í lausum stundum, t.d. snjóköllum, merkimiðum, jólagjöf og jólakúlum. Ég mæli svo sannarlega með að þið kíkið á snjókarlana sem eru komnir upp á vegginn inni á deild. Þau voru að klippa og líma á blað og útkoman þessir stórglæsilegu snjókarlar. Allir með sín persónueinkenni og karakter :)

Á mánudaginn þá slepptum við vettvangsferðinni þar sem það var í kaldara lagi til að fara út fyrir lóðina. Við lékum okkur því bara inni og nutum þess í botn. Það er svo gaman að sjá hvað ímyndunarleikurinn hjá krökkunum er að þroskast, það er komin mamma og pabbi í alla leiki og oft er hundurinn mættur á svæðið líka. Eftir mat og hvíld þá lékum við okkur inni á deild og eftir kaffitímann þá fórum við aðeins út, þrátt fyrir að það væri í kaldara lagi. Það virtust allir skemmta sér mjög vel úti.

Á þriðjudaginn þá fórum við í smiðjuna til hennar Rebecu, þar er ennþá verið að jólastússast og glimmerast á fullu. Við vorum að leika okkur inni á deild þess á milli sem við vorum í smiðjunni. Eftir mat og hvíld þá lékum við okkur inni á deild og eftir kaffi þá fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn þá voru  við inni að leika okkur og þegar líða tók á morguninn þá fengum við leikrit í tösku til okkar. Það var heldur betur gaman!! Okkur var sagt sagan um jólasveinana 13 og sungum við saman nokkur lög. Eftir mat og hvíld þá lékum við á Lautinni og eftir kaffi þá fórum við út að leika okkur.

Á fimmtudaginn þá vorum við inni fyrir hádegið, það var t.d. verið að pússla, perla, pleymóa, leika í holukubbum og dúkkukrók. Það fundu allir eitthvað við sitt hæfi þennan daginn. Svo komu 2 löggur í heimsókn til okkar. Þær töluðu við okkur og fannst mörgum þetta mjög spennandi meðan einhverjir földu sig undir borði. Við höfum því verið að tala um það í dag að löggurnar séu góðar og séu til staðar til að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda. Eftir mat og hvíld þá plúskubbuðum og pússluðum við saman. Eftir kaffitímann þá var farið út að leika.

Í dag föstudag þá fórum við í leiksalinn til hennar Kollu, þar sem var farið í Þrautabraut og er alveg frábært að sjá hvað krakkarnir eru orðnir flinkir í brautunum hjá henni. Inni á deild var verið að pleymóa og jólast á fullu.Það hangir orðið jólaskraut á trénu okkar inni á deild. Þetta eru diskar málaðar sem jólakúlur og skreyttar af börnunum ykkar. Allar geggjaðar!!  Fyrir matinn þá var gaman saman með öllum leikskólanum, þar sungum við jólalög og kveiktum á Betlahemskertinu og sungum lagið um aðventukertin. Alltaf svo notalegar þessar stundir hjá okkur. Eftir mat og hvíld þá ætlum við að leika á deildinni okkar og eftir kaffitímann þá er planið að fara út að leika okkur.

kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica