Sími 441 5200

Dagbók

6. september

Kæru foreldrar

Þessi vika hefur verið einstaklega fljótt að líða enda hefur verið fullt að gera hjá okkur.

Fastir liðir eins og leikvangur og smiðja byrjaði aftur í þessari viku og hópar til Jónínu byrjuðu líka.

Á mánudaginn, fóru allir út eftir ávaxtastundina nema 2 hópar sem fóru til Jónínu en þau komu svo út þegar þau voru búin hjá henni. Eftir hádegismat fór einn hópur til Jónínu en hinir fóru allir í hvíld. Eftir hvíld lékum við okkur í rólegum leik inná deild. Eftir síðdegishressingu fórum við út að leika og enduðum daginn úti.

Á þriðjudag, fóru 2016 börnin í vettvangsferð um hverfið, kíktu á leiksvæðið við Salaskóla og nokkrir hittu systkini sín sem var mjög gaman. 2017 börnin voru inni að taka á móti nýjum strák sem var að byrja hjá okkur, við lékum okkur fyrst aðeins inni og svo fórum við út að leika. Eftir hádegismat og hvíld, fórum við með nokkur börn út sem voru vöknuð og svo komu þau í rólegheitum út eftir því sem þau voru að vakna. Síðan fóru þau í síðdegishressingu, Við enduðum daginn svo úti.

Á miðvikudaginn fórum við í leikvang og vá hvað börnin voru ánægð með það sérstaklega 2016 börnin því þau hafa auðvitað oft farið í leikvang. 2017 börnin voru svona aðeins að átta sig á hlutunum og svo fannst þeim þetta alveg rosalega skemmtilegt. Kolla hafði sett upp þrautarbraut og þar sem þetta var fyrsti tíminn máttu þau bara leika sér eins og þau vildu. Á meðan hópar voru í leikvangi voru hinir inná deild í góðum leik. Einn hópur átt svo að fara til Jónínu en því miður fell það niður. Eftir samverustund, mat og fór síðasti hópurinn í leikvang og hinir fóru í hvíld. Eftir hvíld, lékum við í rólegum leik inná deild og í holukubbunum. Eftir síðdegishressingu fórum við út að leika og enduðum daginn úti.

Í gær, fimmtudag var smiðja hjá 2016 börnunum og fóru nokkur fyrir hádegi og nokkur strax eftir matinn. Þeim fannst alveg rosalega gaman í smiðjunni hjá Nönnu, þau voru að vinna að pappírsgerð sem á svo að vinna með meira síðar. 2017 börnin fóru út að leika. Eftir samverustund, mat og hvíld lékum við rólega inná deild, skelltum okkur svo í síðdegishressingu og fórum svo strax út að leika og enduðum daginn úti.

Í dag, föstudag fór einn hópur til Jónínu en 2017 börnin fóru í smiðju til Nönnu, þau voru aðeins feimin í byrjun en síðan fannst þeim þetta mjög skemmtilegt, en þau voru að mála mynd sem á síðan að vinna með meira síðar. 2016 börnin fóru út og svo líka 2017 þegar þau voru búin í smiðju.

Eftir samverustund, mat og hvíld lékum við okkur í rólegum leik inni og eftir síðdegishressingu fórum við út og munum enda daginn úti.

Takk fyrir skemmtilega viku.Þetta vefsvæði byggir á Eplica