Sími 441 5200

Dagbók

5. júlí

Kæru foreldrar

Þessi vika hefur heldur betur liðið hratt enda nóg að gera hjá okkur. Mikið hefur verið um útiveru og dagarnir hefðbundnir með morgunmat og ávaxtastund og síðan farið út að leika. Alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera eins og að moka, renna, róla, hjóla og eru þá jafnvegishjólin vinsælust. Flesta dagana höfum við farið út 2 – 3 svar á dag en á miðvikudaginn vorum við inni fyrir hádegi og skelltum okkur í leiksalinn. Mikið var það nú gaman að hoppa og skoppa þar og eftir síðdegishressinguna skelltum við okkur út að leika. Þegar við erum inni þá eru kubbarnir og bílarnir vinsælastir, en eldhúsdótið, perla, púsla og leira kemur þar á eftir.

Við syngjum líka mikið í samverustundunum og eru Gulur, rauður, grænn og blár, Krummi krunkar úti, .... datt í  Kolakassann og Í Leikskóla er gaman eru vinsælust þessa dagana.

Takk fyrir vikuna og góða helgi. Næsta vika verður stutt bara 3 dagar en fimmtudaginn 11. júlí er fyrsti dagurinn í sumarfríi.Þetta vefsvæði byggir á Eplica