Sími 441 5200

Dagbók

5. apríl

Kæru foreldrar

Þá er fyrsta vikan af apríl liðin og vonandi fer veðrið að skána og við fáum fleiri daga eins og í dag, alveg dásamlegt veður.

Á mánudaginn vorum við inni fyrir hádegi í góðum leik. Eftir samverustund, mat og hvíld fóru nokkrir hópar til Jónínu í spil og spjall. EFtir síðdegishressingu fórum við út að leika í snjónum ( vonandi síðasti snjór vetrarins) já ég veit ég er bjartsýn. En það var mikið stuð úti og alltaf er jafngaman að renna sér á rassaþotunum okkar. Við enduðum daginn úti.

Á þriðjudaginn, var gaman að sjá hvað margir mættu bláklæddir en það er liður í vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL. Það er styrktarfélag barna með einhverfu sem stendur að átakinu en markmið þess er m.a. að stuðla að aukinni fræðslu og skilningi á einhverfu. Við byrðjuðum daginn á að fara í smiðju þar kláruðu börnin flest páska-klippimyndina. Þetta verkefni krefst töluverðrar klippivinnu og gekk það misjafnlega. Yngstu börnin áttu erfitt með að klippa, höldum áfram að æfa okkur.

Eftir mat og hvíld, héldum við áfram að leika okkur og fórum svo út í snjóinn eftir síðdegishressinguna.

Á miðvikudaginn, byrjuðum við daginn á morgunmat og ávaxtastund eins og alla morgna og skiptum okkur svo niður í á svæði, við vorum með púsl, playmo, bíla og eldhúsdótið í boði og duttu allir í góðann leik. Eftir mat og hvíld fóru nokkrir hópar í spil og spjall til Jónínu. Eftir síðdegishressingu fóru við út að leika í snjónum sem bráðnaði hratt eftir að við fórum út og varð mikið slapp og vatnssöfnun í garðinum , en mikið var gaman að sulla og hoppa í pollunum. Við enduðum daginn úti.

Í gær, fimmtudag, hefðum við átt að fara í vettvangsferð samkvæmt plani en vegna dótadagsins mikla ákváðum við að vera inni til að leika með dótið. Þetta var góður dagur til að læra að deila dótinu sínu. Sumir átti aðeins í vandræðum með það fyrst en svo kom það og þau lærðu að treysta hinum fyrir dótinu sínu. Eftir þetta hefðbundna, samverustund, mat og hvíld var haldið áfram að leika með dótið sitt og eftir síðdegishressingu fórum við út að leika í rigningunni. Við enduðum daginn úti.

Í dag föstudag, fell leikvangur því miður niður svo við skelltum okkur út í góða veðrið og mikið var gaman úti. Eftir samverustund og mat, var hvíld. Svo verður Gaman saman á eftir með Lind og Læk og eftir síðdegishressingu ætlum við aftur úr í góða veðrið.... loksins kom gott verður ;)

Góða helgi allir samanÞetta vefsvæði byggir á Eplica