Sími 441 5200

Dagbók

5 október 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikan hefur liðið ótrúlega hratt og er því miður orðið ansi haustlegt úti. Kuldagallar og kuldaskór mega því fara að koma í leikskólann til að útiveran verði aðeins hlýlegri hjá okkur. Því við hættum ekkert að fara út þótt það kólni aðeins.

Á mánudaginn fórum við í vettvangsferð. Við kíktum á enn eitt heimilið og var skvísan sem þar býr alsæl með að sýna okkur húsið sitt. Við fórum svo á Hvammsvöll að leika okkur. Eftir mat og hvíld þá lékum við á deildinni okkar. Við byrjuðum á skrímslaverkefninu okkar og fannst krökkunum þetta mjög spennandi. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn þá fórum við í smiðjuna. Að þessu sinni bjuggum við til haustverkefni þar inni. Það var leikfangadagur í leikskólanum og var gaman að sjá fjölbreytinina í því sem börnin komu með. Það er líka gaman að segja frá því að það voru allir svo duglegir að skiptast á með dótið og leyfa vinum sínum að prófa sitt dót. Miklar framfarir frá síðasta degi, þrátt fyrir að hann hafi gengið vel líka. Við héldum líka áfram með skrímslin okkar inni á deild. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn þá fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Það var ansi gott að komast út í garð og nutu krakkarnir sín vel úti að leika. Það voru fá börn í garðinum þennan morguninn og féll það vel í kramið hjá snillingunum ykkar. Eftir mat og hvíld þá héldum við áfram með skrímslaverkefnið og hengdum þau upp í sameiningu. Við fórum svo út að leika okkur eftir kaffitímann.

Í gær fimmtudag þá fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Þar var verið að príla, moka, hjóla og hlaupa um. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni á Lautinni með vinum okkar. Eftir kaffitímann þá fórum við enn og aftur út að leika okkur.

Í dag föstudag er loksins kominn leikvangsdagur, það er alltaf jafn gaman að fara í leiksalinn í þrautabraut til hennar Kollu. Eftir mat og hvíld þá ætlum við að leika okkur inni á deild og fara svo í gaman saman með Lind og Læk. Eftir kaffitímann þá ætlum við út að leika okkur. Klára vikuna í þessu dásamlega haustveðri sem er úti :)

Njótið helgarinnar

Kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica